Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Greinar

Við skrifum reglulega greinar um markaði.

Skrifað þann

Ný kynslóð vill að 14% af eignasafni sínu sé í rafmyntum

Bank of America (BofA) birti nýlega könnun um hvernig eignasöfn fjárfesta eru að taka breytingum milli kynslóða. Í aldursflokknum 21-43 ára horfa sparifjáreigendur til þess að 14% af eignum sínum séu bundnar í rafmyntum sem er mikið stökk frá fyrri kynslóðum.

Skrifað þann

Stöðugleikamyntir á skriði

Vægi stöðugleikamynta er að aukast í heiminum. Stöðugleikamyntir eru rafmyntir sem bundnar eru við gengi hefðbundinna gjaldmiðla og er bandaríkjadollar þar algengastur. Íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium hefur þó verið framarlega í flokki við að koma evru á bálkakeðjur og starfrækir sína eigin stöðuleikamynt, EURe.

Skrifað þann

Stofnanafjárfestar halda áfram að kaupa Bitcoin

Bitcoin kauphallarsjóðir fóru af stað í janúar sl. og hafa vinsældir þeirra verið meiri en á nokkrum öðrum kauphallasjóðum í sögunni. Samtals hafa flætt inn í sjóðina um 17,5 milljarðar dollara frá fjárfestum. Sjóður BlackRock, IBIT, var fljótasti sjóður í kauphallarsögunni að ná 10 milljarða dollara stærð en það tók einungis um 7 vikur.

Skrifað þann

Trump vill Bitcoin sem hluta af gjaldeyrisvaraforða Bandaríkjanna

Stærsta Bitcoin ráðstefna heims var haldin í Nashville um liðna helgi. Sennilega hefur engin ráðstefna innan rafmyntaheimsins dregið að sér jafn stór nöfn en meðal gesta og fyrirlesara voru Donald Trump, Robert F. Kennedy Jr, Edward Snowden, Cathie Wood, Russell Brand og Vivek Ramaswamy.

Skrifað þann

Ethereum kauphallarsjóðir í loftið

Í janúar sl. fóru Bitcoin kauphallarsjóðir af stað í Bandaríkjunum en það var í fyrsta skipti sem kauphallarsjóðir með rafmyntir litu dagsins ljós þar. Óhætt er að segja að viðtökurnar við sjóðunum hafi verið góðar en nettó innflæði í Bitcoin kauphallarsjóðina á þessum 6 mánuðum hefur verið yfir 16 milljarðar dollara. Bitcoin kauphallarsjóður BlackRock setti met og var fljótastur allra kauphallarsjóða í sögunni upp í 10 milljarða dollara stærð og tók það einungis nokkrar vikur.

Skrifað þann

Þýskaland selur, kauphallarsjóðir kaupa

Innflæði í Bitcoin kauphallarsjóði hefur numið rúmlega 2 milljörðum dollara á fyrstu 12 viðskiptadögunum í júlí. Þar af var rúmlega 1 milljarður dollara sem flæddi inn í Bitcoin kauphallarsjóð BlackRock (Ticker: IBIT) og rúmlega 650 milljónir dollara sem fóru inn í sjóð Fidelity (Ticker: FBTC).

Skrifað þann

Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir bráðna upp – Hvað liggur að baki ?

Eftir fjármálakrísuna 2008 má segja að vestrænir fjármálamarkaðir hafi breyst til muna. Stórum fjármálafyrirtækjum var bjargað með prentun nýrra peninga og vestræn þjóðríki tóku samhliða á sig auknar skuldabyrðar. Fræðin og kenningarnar sem okkur voru kennd í skóla um samhengi markaða við afkomu fyrirtækja og hagsveiflur höfðu brenglast og aðrir kraftar tóku við.

Skrifað þann

Umsóknir um Ethereum kauphallarsjóði samþykktar

Óhætt er að segja að þessi vika sem nú er að klárast hafi verið frábær fyrir rafmyntageirann. Á mánudag komu fram sterkir orðrómar þess efnis að bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) væri nú byrjað í miklum samskiptum við umsækjendur um Ethereum kauphallarsjóði sem benti þá til þess að auknar líkur væru á að umsóknirnar yrðu samþykktar í vikunni. Samskipti SEC og umsóknaraðila höfðu verið nær engin síðustu vikur sem benti til þess að SEC hyggðist hafna umsóknunum. Væntingar markaðarins í byrjun vikunnar voru því afar litlar.

Skrifað þann

Hverjir fjárfestu í Bitcoin kauphallarsjóðum?

Á síðustu vikum hafa stórir stofnanafjárfestar tilkynnt um fjárfestingar sínar í Bitcoin kauphallarsjóðum, en slíkir aðilar þurfa að birta yfirlit yfir eignir sínar eftir hvern ársfjórðung.

Skrifað þann

Daði í hlaðvarpi Coinbase Institutional

Daði Kristjánsson framkvæmdastjóri Visku var í viðtali í hlaðvarpsþætti Coinbase Institutional á dögunum. Í þættinum fer Daði yfir hvað varð til þess að hann fór úr hefðbundna fjármálageiranum yfir í rafmyntageirann og stofnaði Visku ásamt öðrum reynslumiklum aðilum úr bæði tækni- og fjármálageiranum.

Skrifað þann

Bitcoin kauphallarsjóður BlackRock setur met

Þann 10. janúar sl. samþykkti bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) í fyrsta skipti í sögunni Bitcoin kauphallarsjóði. Stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi, BlackRock, var meðal fyrirtækja sem lögðu inn umsókn til  SEC og hóf sjóður þess göngu sína þann 11. janúar undir auðkenninu (e. Ticker) IBIT.

Skrifað þann

Bitcoin nær nýju hágildi í íslenskum krónum

Stór atburður átti sér stað í gær, þann 28. febrúar, þegar Bitcoin náði sínu hæsta gildi frá upphafi gangvart íslensku krónunni þegar Bitcoin fór yfir fyrra hágildi sem var 8.463.488 kr.

Skrifað þann

Mikið innflæði í Bitcoin kauphallarsjóði

Þann 10. janúar samþykkti Bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) ellefu kauphallarsjóði eftir 10 ára vegferð rafmyntageirans um að fá slíkan sjóð samþykktan. Þessi atburður markar einn stærsta áfanga í sögu Bitcoin og sennilega eina stærstu viðurkenning sem rafmyntageirinn hefur fengið frá upphafi.

Skrifað þann

Þátttaka fjármálastofnana í rafmyntageiranum

Hefðbundnar fjármálastofnanir eru að leggja sífellt meiri áherslu á rafmyntageirann í sinni starfsemi. Í nýlegri skýrslu frá eignastýringarfyrirtækinu Bitwise má finna áhugaverða töflu yfir hvaða þjónustu mörg af helstu fjármálafyritækjum heims eru farin að bjóða upp á fyrir sína viðskiptavini.

Skrifað þann

Tímamót á rafmyntamörkuðum með samþykki SEC á Bitcoin ETF

Einn stærsti atburður í sögu rafmyntageirans átti sér stað í gærkvöldi þegar bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) samþykkti umsóknir um skráningu á Bitcoin kauphallarsjóðum (ETF) frá 11 eignastýringaraðilum.

Skrifað þann

Bylgjan - Kristján Ingi ræðir um Bitcoin kauphallarsjóði

Kristján Ingi Mikaelsson var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Kristján ræddi meðal annars að tilkoma Bitcoin kauphallarsjóða (e. ETF) í Bandaríkjunum sem reknir eru af nokkrum af stærstu eignastýringarfyrirtækjum heims er mikil viðurkenning fyrir Bitcoin.

Skrifað þann

Opnunartímar rafmyntamarkaða yfir jól og áramót

Opnunartímar rafmyntamarkaða yfir jól og áramót verða sem hér segir:

Skrifað þann

Bitcoin: Viðurkenndur fjárfestingarkostur

Fjárfestingarumhverfi heimsins er að taka miklum breytingum. Eftir áratugi af lækkandi vaxtastigi og lítilli verðbólgu hafa vextir aftur tekið að hækka í kjölfar þess að verðbólga steig aftur fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum í fyrsta skipti í 40 ár. Færa má rök fyrir því að verðbólguhorfur til næstu 10 ára séu mun hærri en við höfum átt að venjast síðustu 10 ár.

Skrifað þann

Niall Ferguson um rafmyntir

Sagnfræðingurinn Niall Ferguson birti skoðanapistil á Bloomberg fréttaveitunni í gærmorgun sem fjallar um rafmyntir með fyrirsögninni „If You Held On for Dear Life, It's a Merry Cryptomas!“.

Skrifað þann

Société Générale gefur út stöðuleikamynt í Evru

Franski bankinn Société Générale tilkynnti í vikunni áætlanir sínar um útgáfu stöðuleikamyntar í Evru og nefnist hún EURCV. Stöðugleikamyntir eru rafmyntir á bálkakeðjum sem eru festar við gengi hefðbundinna gjaldmiðla og varslar útgefandi rafmyntarinnar gjaldmiðla á móti. EURCV er byggð á Ethereum bálkakeðjunni og mun því ganga kaupum og sölu á þeirri bálkakeðju. Það er því til mikils að vinna að ná að tengja saman rafmynta- og hefðbundna fjármálaheiminn til að auka skilvirkni viðskipta og fjármagnshreyfinga og draga samhliða úr viðskiptakostnaði.

Skrifað þann

Fjármagn streymir inn í rafmyntasjóði

Á síðustu vikum hafa skráðir rafmyntasjóðir séð mesta innflæði síðan árið 2021. Þetta sýnir samantekt fyrirtækisins Coinshares sem tekur m.a. saman tölfræði um rafmyntamarkaði. Líklega kemur þessi aukni áhugi til vegna væntanlegrar tilkomu fyrsta ETF kauphallarsjóðsins sem fjárfestir beint í Bitcoin. Það stefnir því allt til þess að 2024 verði mjög spennandi ár fyrir rafmyntir. Þar gætum við séð bæði mögulegt samþykki Bitcoin kauphallarsjóðs auk þess sem Bitcoin helmingunin (e. halving) mun eiga sér stað í apríl 2024. Slíkt á sér stað á 4ra ára fresti í Bitcoin kerfinu þegar nýmyndun nýrra Bitcoin eininga minnkar um helming.

Skrifað þann

Skuldakrísa Bandaríkjanna - hnignandi heimsveldi

Bandaríska hagkerfið er það stærsta í heimi en þar verður til 20% af öllum hagvexti í heiminum þrátt fyrir að aðeins 5% íbúa heimsins búi þar. Landið varð efnahagslegt stórveldi á síðustu öld og á síðustu áratugum hafa mörg af verðmætustu fyrirtækjum heims orðið til í Bandaríkjunum. Bandaríkjadollar hefur líka leikið lykilhlutverk í heimshagkerfinu í kjölfar Bretton Woods samkomulagsins sem komið var á eftir seinni heimstyrjöld. Það samkomulag setti dollarann í þá sterku stöðu að vera festur á gullfót (aðilar gáfu skipt á dollurum og gulli á föstu gengi).

Skrifað þann

Commerzbank fær leyfi sem vörsluaðili rafmynta

Þýski bankinn Commerzbank hefur fengið leyfi frá þýska fjármálaeftirlitinu sem vörsluaðila rafmynta. Commerzbank er fyrsti alhliða bankinn í Þýskalandi til að hljóta þetta leyfi. Haft er eftir talsmanni bankans að leyfið geri bankanum kleift að byggja upp fjölbreytta þjónustu tengda rafmyntum.

Skrifað þann

Kristján Ingi ræðir um rafmyntir í Bítinu

Kristján Ingi Mikaelsson, meðstofnandi Visku Digital Assets, var í viðtali á Bylgjunni í vikunni og ræddi um uppgang rafmynta á óvissutímum.

Skrifað þann

Fjárfestar leita í Bitcoin á óvissutímum

Gengi Bitcoin hefur hækkað um meira en 15% frá byrjun september þrátt fyrir að aðrir eignamarkaðir hafa flestir lækkað á sama tímabili. Átök í Mið-Austurlöndum hafa aukið á áhyggjur fjárfesta en samt sem áður hafa bandarísk ríkisskuldabréf verið í frjálsu falli. Fjárfestar hafa því ekki sótt í ríkisskuldabréf í sama mæli og áður á óvissutímum sem er umhugsunarverð þróun.

Skrifað þann

Meirihluti býður upp á þjónustu á sviði rafmynta

Undanfarið hafa stærstu aðilar í eignastýringu á heimsvísu verið að stíga stór skref inn í rafmyntageirann. Nú er svo komið að meirihluti 20 stærstu eignastýringaraðila í heiminum er með einhverskonar þjónustu á sviði rafmynta. Undir þetta fellur t.d. rekstur sjóða, vörslustarfsemi, eignastýring og fleira.

Skrifað þann

Nomura stofnar Bitcoin sjóð fyrir stofnanafjárfesta

Japanska fjármálafyrirtækið Nomura stofnaði nýtt félag utan um rafmyntastarfsemi í fyrra og hefur nú sett á laggirnar nýjan sjóð sem fjárfestir í Bitcoin og verður markaðssettur fyrir stofnanafjárfesta.

Skrifað þann

VISA opnar á stuðning fyrir uppgjör á Solana

VISA tilkynnti í síðustu viku um samstarf við bálkakeðjuna Solana og munu viðskiptavinir og þjónustuaðilar VISA geta fengi uppgjör sín greidd í USDC á Solana bálkakeðjunni (USDC er stöðuleika-rafmynt sem fylgir gengi bandaríkjadollars). Áður hafði VISA tilkynnt stuðning við Ethereum bálkakeðjuna.

Skrifað þann

Daði fjallar um rafmyntir í hlaðvarpi Pyngjunnar

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í spjall til þeirra Arnars Þórs Ólafssonar og Ingva Þórs Georgssonar sem eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Pyngjan. Þar ræddi Daði m.a. um feril sinn á fjármálamarkaði sem hófst árið 2007 og áhuga sinn á rafmyntageiranum sem að lokum leiddi til stofnunar Visku Digital Assets.

Skrifað þann

PayPal gefur út stöðugleikamynt

Bandaríska greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal kynnti í gær nýja stöðugleikamynt sem fylgir bandaríkjadollar. Stöðugleikamyntir eru tegundir af rafmyntum sem eru hannaðar til þess að halda stöðugu virði gagnvart einhverri annarri eign, eins og til dæmis hefðbundnum gjaldmiðlum.

Skrifað þann

Larry Fink: Bitcoin er stafrænt gull og alþjóðleg eign

Larry Fink, forstjóri BlackRock, var í viðtali á FOX News sjónvarpsstöðinni þann 5. júlí þar sem aðal umræðuefnið var Bitcoin og rafmyntamarkaðurinn. Þar segir hann berum orðum að rafmyntamarkaðir séu ígildi stafræns gulls og sé valmöguleiki fyrir fjárfesta m.a. gegn verðfalli fiat gjaldmiðla.

Skrifað þann

Fjármálarisar stofna rafmyntakauphöll

Nýrri rafmyntakauphöll var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum í gær sem kallast EDX Markets. Stofnendur kauphallarinnar eru rótgrónir risar úr hefðbundna fjármálageiranum eins og Citadel Securites, Fidelity and Charles Scwab.

Skrifað þann

BlackRock sækir um að stofna Bitcoin ETF

Einn stærsti eignastýringaraðili heims, BlackRock, hefur sent umsókn til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) um stofnun á nýjum kauphallarsjóði (ETF) sem fjárfestir í Bitcoin. Tilkoma ETF kauphallarsjóðs í Bandaríkjunum sem fjárfestir beint í Bitcoin myndi marka mikil tímamót fyrir rafmyntaheiminn þar sem fjárfestar gætu þá keypt Bitcoin í gegnum hefðbundna verðbréfamarkaði með hagstæðum hætti.

Skrifað þann

MiCA regluverkið samþykkt – jákvætt skref fyrir rafmyntir

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti núna í maí nýtt alhliða regluverk um rafmyntir sem mun verða að lögum í Evrópu og tekur gildi árið 2024. Um er að ræða stórt skref í þeirri vegferð að koma á heildstæðu regluverki um rafmyntastarfsemi eins og aðilar innan og utan geirans hafa lengi kallað eftir. Regluverkið kallast Markets in Crypto Assets (MiCA) og skapar grundvöll fyrir starfsemi fyrirtækja á þessu sviði innan Evrópu og með því stuðlar að framþróun og fjárfestingu í geiranum.

Skrifað þann

Skuldaþakið og áhrif á markaði

Mikil umræða hefur átt sér stað um skuldaþak bandaríska ríkisins en skuldaþakið er sú upphæð sem bandaríska ríkið má skulda lögum samkvæmt. Nú er hins vegar staðan sú að ekki er hægt að gefa út frekari skuldir þar sem ríkið er komið í upp í skuldaþakið (sem stendur í dag í um 31.400 milljörðum bandaríkjadollara). Lausafé er því farið að nálgast sögulega lág gildi. Í júní eru því miklar líkur á að lausafé bandaríska ríkisins klárist ef ekki tekst að semja um hækkun skuldaþaksins fyrir þann tíma.

Skrifað þann

Kína og Hong Kong stíga inn í rafmyntaheiminn á ný

Sífellt fleiri lönd í heiminum eru farin að sjá tækifæri í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað í rafmyntageiranum. Mörg þeirra eru farin að reyna að laða til sín fyrirtæki sem leggja áherslu á þessa nýju tækni. Þessari þróun er oft líkt við uppvöxtinn í Kísildalnum í Bandaríkjunum sem mörg af stærstu tæknifyrirtækjum í heimi hafa orðið til.

Skrifað þann

Bitcoin fær aukna athygli í bankakrísu  

Núverandi bankakrísa í Bandaríkjunum virðist enn vera í fullum gangi og á þessum tíma er óljóst hvernig endalok hennar muni spilast út. Líklega verður þörf á enn frekari inngripum yfirvalda til að sporna við áframhaldandi áhlaupi á minni banka í Bandaríkjunum. Sagan segir okkur að slík inngrip hafa haft jákvæð áhrif á verðþróun óháðra eigna með takmarkað framboð eins og Bitcoin og gull.

Skrifað þann

Stærsta uppfærsla ársins á Ethereum

Shanghai uppfærslan átti sér stað á Ethereum bálkakeðjunni 12. apríl síðastliðinn. Um er að ræða fyrstu stóru uppfærsluna á Ethererum eftir að sannreyning með námuvinnslu (e. mining) fyrir færslustaðfestingu var hætt og við tók svokallað „staking“ umbunakerfi.

Skrifað þann

Bylgjan - Er Bitcoin góður fjárfestingarkostur?

Kristján Ingi Mikaelsson var í viðtali á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við Heimi Karls og Gulla Helga um mikla uppsveiflu Bitcoin á árinu.

Skrifað þann

Inngrip seðlabanka - eru einhver takmörk?

Í þessari grein verður fjallað stuttlega um stöðu erlendra seðlabanka. Þrátt fyrir að hér sé ekki verið að lýsa núverandi stöðu hér á landi eru Íslendingar auðvitað ekki ókunnugir inngripum yfirvalda inn í bankakerfi enda varð hér stærsta bankakrísa heimssögunnar í samhengi við stærð hagkerfisins. Þetta er því umræða sem á erindi um allan heim enda hafa hagkerfi heimsins aldrei verið samtengdari.

Skrifað þann

Bálki hlaðvarp: Spjall um yfirstandandi bankakrísu og rafmyntir

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í spjall hjá þeim Snæ Kristjánssyni og Tryggva Jakobssyni sem eru umsjónarmenn Bálka hlaðvarps. Spjallað var um yfirstandandi efnahagskrísu, Bitcoin, Ethereum og hvernig Viska Digital Assets varð til.

Skrifað þann

Viska fjárfestir í bálkakeðjuverkefni CCP

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Viska rafmyntasjóður er einn af fáum aðilum sem fékk tækifæri til að fjárfesta í nýju bálkakeðjuverkefni tölvuleikjaframleiðandans CCP.

Skrifað þann

Fidelity opnar á rafmyntakaup fyrir almenning

Áfram berast fregnir af stórum stofnanafjárfestum að láta til sín taka í rafmyntageiranum. Fidelity Investments hefur opnað á aðgang fyrir almenna fjárfesta til að kaupa Bitcoin og Ether þóknanalaust.

Skrifað þann

Stefnubreyting hjá FED – Peningaprentun komin á fullt

Uppfærðar tölur um stöðu efnahagsreiknings seðlabanka Bandaríkjanna (FED) voru birtar í gær. Óhætt er að segja að hægt sé að merkja mikla stefnubreytingu bankans þegar tölurnar eru skoðaðar.

Skrifað þann

Ísland í dag: Bankar lækka, Bitcoin hækkar

Ísland í dag kom í heimsókn í höfuðstöðvar Visku í Skógarhlíð á mánudaginn. Snorri Másson spjallaði við Daða Kristjánsson framkvæmdastjóra Visku um það sem gengið hefur á síðustu daga.

Skrifað þann

Samsung Asset Management stofnar Bitcoin Futures sjóð

Þann 13. janúar síðastliðinn var Bitcoin sjóður settur á laggirnar í Hong Kong á vegum Samsung Asset Management . Um er að ræða svokallaðan Bitcoin Futures ETF en slíkir Futures samningar eru gefnir út af bandaríska fyrirtækinu CME Group. Samsung Asset Management er eitt stærsta eignarstýringarfyrirtækið í Asíu og heyrir undir Samsung Life Insurance og er hluti af hinni risastóru Samsung samsteypu frá Suður-Kóreu.

Skrifað þann

Sjóður BlackRock bætir Bitcoin við fjárfestingarheimildir

Stærsti eignastýringaraðili í heimi, BlackRock, hefur uppfært fjárfestingastefnu í sínum þekktasta fjárfestingasjóði sem hefur nú heimildir að fjárfesta í Bitcoin.

Skrifað þann

Nomura leggur aukna áherslu á rafmyntir

Japanska fjármálastofnunin Nomura stofnaði nýtt félag utan um starfsemi með rafmyntir í september. Nomura er geysilega stór og gamalgróin fjármálastofnun sem á rætur að rekja til ársins 1925.

Skrifað þann

Goldman Sachs hyggst fjárfesta í rafmyntafyrirtækjum

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hyggst fjárfesta í fyrirtækjum í rafmyntageiranum fyrir tugi milljóna dollara á næstunni. Bankinn sér tækifæri á markaðnum eftir fall FTX rafmyntakauphallarinnar sem hefur haft þau áhrif að verðmat fyrirtækja í geiranum hefur lækkað.

Skrifað þann

Forstjóri BlackRock: Verðbréfamarkaðurinn verður táknvæddur

Larry Fink forstjóri BlackRock segir að næsta kynslóð fyrir markaði og verðbréf verði táknvæðing (e. tokenization) verðbréfa. Þetta eru stór orð komandi frá forstjóra eins stærsta eignarstýringarfyrirtækis í heimi sem er með um 10 trillion dollara í stýringu.

Skrifað þann

81% fagfjárfesta telja rafmyntir eiga heima í eignasöfnum samkvæmt Fidelity

Í október birtist glæný rannsókn Fidelity, eins stærsta eignastýringar- og vörsluaðila í heimi, um aðkomu stofnanafjárfesta á rafmyntum í eignasöfnum. Í rannsókninni bar hæst að 81% svarenda töldu rafmyntir eiga að vera hluti af eignasöfnum (hlutfallið var 86% hjá evrópskum svarendum).

Skrifað þann

Ethereum hækkar 16,5% á tveimur dögum

Nú eru liðnar um 6 vikur frá Ethereum uppfærslunni og fram að þessu hefur nýmyndun verið mun minni en gert var ráð fyrir. Núna í lok október hafa orðið til um 1.200 nýjar einingar (1,8M usd) í Ethereum kerfinu en hefði ella orðið til yfir 500.000 einingar (773M usd). Nýmyndun hefur því minnkað um 99% í stað 90%! Með öðrum orðum er verðbólgan í kerfinu lítil sem enginn í dag.

Skrifað þann

Seðlabankar heimsins í kröppum dansi

September er búinn að skrá nafn sitt í sögubækurnar á fjármálamörkuðum. Á aðeins örfáum dögum hafa tveir af stærstu seðlabönkum heimsins gripið inn í markaði til að bregðast við miklum óróa sem nú ríkir. Miklar hreyfingar hafa verið á gjaldeyrismörkuðum á árinu þar sem flestir gjaldmiðlar heims hafa fallið töluvert í virði gagnvart Bandaríkjadal (USD).

Skrifað þann

Mastercard brúar rafmyntakaup fyrir fjármálafyrirtæki

Aðgengi bæði almennings og stofnanafjárfesta að rafmyntamarkaðnum er sífellt að aukast samhliða því að fleiri hefðbundin fyrirtæki eru að stíga inn í heim rafmyntanna. Í byrjun vikunnar tilkynnti Mastercard um nýja þjónustuleið þar sem almenningur mun geta keypt og selt rafmyntir beint í gegnum hefðbundinn bankareikning.

Skrifað þann

Elsti banki Bandaríkjanna varslar nú rafmyntir

Það hefur borið á því undanfarna mánuði að stofnanafjárfestar og fjármálafyrirtæki kynni inngöngu sína inn í rafmyntageirann. Nýjasta dæmið um það er að Bank of New York Mellon (BNY Mellon) tilkynnti að bankinn gæti nú varslað rafmyntirnar Bitcoin og Ether fyrir sína viðskiptavini.

Skrifað þann

Bylgjan - Rafmyntir kostur til að dreifa fjárfestingum

Daði Kristjánsson framkvæmdastjóri Visku fór á dögunum á Bylgjuna þar sem hann ræddi við Heimi Karls og Gulla Helga um fjármálamarkaði og rafmyntir.

Skrifað þann

Don‘t fight the FED

Einn stærsti áhrifavaldur á fjármálamörkuðum er seljanleiki (e. liquidity). Rafmyntamarkaðurinn er engin undantekning. Seðlabankar hafa gríðarlega mikil áhrif á seljanleika í kerfinu og nota aðferðir eins og magnbundna íhlutun sem er jafnan kallað QE (Quantitative Easing) þegar verið er að auka seljanleika og QT (Quantitative Tightening) þegar dregið er úr seljanleika.

Skrifað þann

Ethereum uppfærslan – Einn stærsti atburður í sögu rafmynta

Stærsti viðburður í rafmyntaheiminum til marga ára mun eiga sér stað í nótt. Um er að ræða uppfærsluna á Ethereum þegar kerfið undirgengst breytingu á færslustaðfestingu með því að færa sig úr sannreyningu með vinnu (e. Proof of Work) yfir í sannreyningu með eignarhlut (e. Proof of Stake).

Skrifað þann

Rafmyntamarkaðurinn ræddur í Fjármálakastinu

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í viðtal í hlaðvarpsþættinum Fjármálakastið. Daði ræddi um rafmyntir og vegferð hans inn í þennan áhugaverða heim sem leiddi til stofnunar Visku Digital Assets.

Skrifað þann

Bylgjan - Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Bylgjan fékk hann Kristján Inga Mikalesson, einn af stofnendum Visku í viðtal til að ræða stöðu rafmyntamarkaða ásamt því að segja hlustendum meira um Visku rafmyntasjóð.

Skrifað þann

Markaðurinn - Seg­ir að inn­leið­ing raf­mynt­a sé mun hrað­ar­i held­ur en int­er­nets­ins

Einn af stofnendum rafmyntasjóðsins Viska Digital Assets segir að rafmyntir verði sá eignaflokkur sem verði hvað mest vaxandi á næstu árum. Hann segist vonast eftir að skýru regluverki verði komið á í kringum þennan eignaflokk. Viska Digital Assets er nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum og er fyrsti fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum á Íslandi.

Skrifað þann

Viska rafmyntasjóður lýkur 500 milljóna króna fjármögnun

Viska Digital Assets, nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum, hefur gengið frá 500 milljóna króna fjármögnun á fyrsta sjóði félagsins. Hann er jafnframt fyrsti íslenski fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Visku, segir í samtali við Innherja að miklar lækkanir á mörkuðum hafi skapað tækifæri sem teymið á bak við Visku sé tilbúið að grípa.

Skrifað þann

Fundur um framtíð rafmynta hjá KPMG

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets var með framsögu á fundardegi KPMG um framtíð rafmynta. Á fundinum fjölluðu þau Sigurvin Sigurjónsson og Björg Anna Kristinsdóttir frá KPMG ásamt þeim Gísla Kristjánssyni frá Monerium og Daða Kristjánssyni frá Viska Digital Assets um rafmyntir frá ýmsum sjónarhornum.

Skrifað þann

Viðtal við Kristján Inga Mikaelsson um stöðu rafmyntamarkaða

Miklar verðhreyfingar hafa verið á mörkuðum undanfarnar vikur. Kristján Ingi Mikaelsson, einn af eigendum Visku Digital Assets fór í viðtal á Bylgjunni og ræddi um stöðu markaða.

Skrifað þann

Viska Digital Assets ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Visku Digital Assets ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 1. júní 2022, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.

Skrifað þann

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Fyrir aldamótin átti sér stað ein mesta bylting seinni tíma þegar internetið leit dagsins ljós fyrir almenningi. Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta. 

Skrifað þann

Bitcoin sækir fram

Bitcoin hefur náð nýjum hæðum. Greinendur telja að rafmyntin eiga inni hækkun í skjóli óvissu og aukins peningamagns.

Skrifað þann

Bitcoin aldrei verðmætara - Nær nýjum toppi á tólf ára afmælinu

Rétt í þessu rauf bitcoin 14.100 Bandaríkjadala múrinn og náði þar af leiðandi hæsta verðgildi sínu frá upphafi tíma mælt í íslenskum krónum.

Skrifað þann

Sprenging í dreifðri fjármálaþjónustu

Undanfarna mánuði hefur verið veldisvöxtur á bundnum fjármunum í dreifðum fjármálaþjónustum. Í dag eru tæplega níu milljarðar Bandaríkjadala bundnir í þessum lausnum sem leysa af hólmi marga miðlæga þjónustuliði sem bankar og önnur fjármálafyrirtæki bjóða upp á. Tvo daga í ágúst var veltan á „dreifðri kauphöll“ meiri en á stærsta rafmyntamarkaði Bandaríkjanna.

Skrifað þann

Bítið á Bylgjunni - Bitcoin aldrei verðmætara

Kristján Ingi Mikaelsson kíkti í Bítið á Bylgjunni til að ræða helmingunina, sókn Monerium og opnun Myntkaup.is sem er nýr skiptimarkaður með rafmyntir á Íslandi.

Skrifað þann

Nýmyndun Bitcoin helmingast á þriðjudaginn

Óvissan er mikil, en jarðvegurinn fyrir Bitcoin hefur aldrei verið jafn frjór. Eftir því sem horfur hagkerfisins versna, sækja fjárfestar í meira öryggi.

Skrifað þann

Rafeyrir á bálkakeðju hlýtur styrk Rannís

Fyrirtækið Monerium, sem gefur út rafeyri á bálkakeðjum fékk í dag styrk frá Rannís til frekari uppbyggingar. Um er að ræða styrk í flokknum vöxtur, sem er stærsta styrkúthlutun sjóðsins. Rafmyntaráð óskar Monerium innilega til hamingju með þessar góðu fréttir.

Skrifað þann

Stærsti viðburður í Bitcoin sögunni endurtekur sig

Þann 12. maí næstkomandi mun Bitcoin helmingunin (e. Bitcoin halving) eiga sér stað. Um er að ræða viðburð sem á sér stað á fjögurra ára fresti en hann hefur margvísleg áhrif á Bitcoin hagkerfið. Við skulum rekja hversu mikilvægur viðburðurinn er og hvað hann raunverulega þýðir.

Skrifað þann

Uppgjör Silk Road markaðarins skilar ríkinu 355 milljónum

Á dögunum staðfesti dómsmálaráðherra að Íslenska ríkið fengi 355 milljóna króna ávinning vegna aðkomu að svokölluðu Silk Road máli. Er þetta þarft fé sem verður lagt til í sérstakan löggæslusjóð til að efla löggæslu í landinu og tækjabúnað lögreglu. En hvert var umfang Silk Road og hvaðan kemur þetta fé?

Skrifað þann

Bitcoin, bólan endalausa?

Rafmyntin Bitcoin er á allra vörum og margir hafa sínar efasemdir um ágæti hennar. Sem dæmi hefur rafmyntinni verið líkt við bólu þar sem spákaupmenn keyra upp verðið í hagnaðarskyni til að „selja meiri flónum sem kaupa síðar“. Er Bitcoin orðið að eignarflokki og á þessi gagnrýni rétt á sér?

Skrifað þann

Viðsnúningur í viðhorfi til rafmynta

Á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað breyting í viðhorfi til rafmynta. Nágrannalöndin sem við kennum okkur við hafa í auknum mæli sett regluverk sem styrkir stoðir nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækja. Á Íslandi ríkir enn lagaleg óvissa um rafmyntir sem gerir sprotafyrirtækjum og framsæknum íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir.

Skrifað þann

Bitcoin gefur og Bitcoin tekur

Í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2018 fjallaði Kristján Ingi Mikaelsson um hversu hvikul rafmyntin Bitcoin er og hvað ber að varast. Mikilvægt sé að horfa á þennan unga eignaflokk yfir langt tímabil.

Skrifað þann

Tíu ára afmæli Bitcoin

Í dag eru 10 ár liðin frá því að rafmyntin Bitcoin leit dagsins ljós, en það var huldumaðurinn Satoshi Nakomoto sem fann hana upp þann 31. október 2008. Ástæða fyrir uppfinningunni er sú að að Satoshi taldi hornsteina greiðslukerfisins vanhugsaða eins og kom í ljós í hruninu sama ár.