Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Uppgjör Silk Road markaðarins skilar ríkinu 355 milljónum


Á dögunum staðfesti dómsmálaráðherra að Íslenska ríkið fengi 355 milljóna króna ávinning vegna aðkomu að svokölluðu Silk Road máli. Er þetta þarft fé sem verður lagt til í sérstakan löggæslusjóð til að efla löggæslu í landinu og tækjabúnað lögreglu. En hvert var umfang Silk Road og hvaðan kemur þetta fé?

Hraðast vaxandi markaðstorg frá upphafi

Silk Road var sett upp sem rafrænt markaðstorg þar sem hægt var að kaupa ýmsan varning. Kaupandi og seljandi gátu falið sig á bakvið algjört nafnleysi og var það eftirsóttur eiginleiki sem var driffjöðurin í útbreiðslu þess.

Markaðstorgið óx hratt frá stofnun og velti 1.2 milljörðum bandaríkjadala á þeim tveimur árum sem það var starfrækt. Af þeim sökum er fyrirbærið hraðast vaxandi markaðstorg frá upphafi.

Ólöglegur varningur sendur í pósti

Þegar Silk Road var sett í loftið í febrúar 2011 var einungis hægt að kaupa ýmis væg eiturlyf, sem stofnandinn, Ross Ulbricht, bjó til sjálfur. Hugmyndin var að búa til markað til að dreifa takmarkaðri ræktun til að eiga í sig og á. En árangurinn varð Ross að falli. Hættulegri efni og varningur byrjaði fljótlega að flæða inn á markaðinn.

Í grunninn var markaðstorgið einfallt. Rétt eins og Uber og Airbnb dagsins í dag eiga hvorki bíla né íbúðir, þá átti Silk Road engar lager af vörum. Þar að auki notaði Silk Road póstþjónustu Bandaríkjanna til að dreifa varningnum sem var sendur út um allan heim.

Órekjanleiki lykillinn að velgengni

Ein af þeim leiðum sem aðilar nýttu sér í viðskiptunum var rafmyntin Bitcoin. Á þessum tíma voru eftirlitsaðilar ekki búnir að ná nógu vel utan um rafmyntina og höfðu ekki aðgang að tólum til rekja færslur eins og þeir hafa í dag. Blandan af því að nýta þessa greiðsluleið sem á þeim tíma var órekjanleg í bland við órekjanleg netsamskipti reyndist yfirvöldum erfið. Rannsóknin snérist fljótlega upp í alþjóðlega rannsókn og náðu angar hennar alla leið til Íslands.

Markaðstorgið hýst á Íslandi

Uppsetningin á Silk Road hafði verið svo góð að Christopher Tarbell frá Alríkislögreglunni FBI hafði ekki fundið eina einusti vísbendinum svo mánuðum skipti. Það breyttist skyndilega þegar hann sá innlegg á umræðuvettvanginum Reddit. Notandi hafði búið til þráð til að kvarta yfir því að IP-tölur vefþjóna síðunnar væru að leka á innskráningarsíðunni og að fólk ætti að vara sig á að nota síðuna. Tarbell var himinlifandi þegar hann náði að rekja þessar upplýsingar og kom þá í ljós IP-talan 193.107.86.49, sem reyndist vera íslensk.

Til að gera langa sögu stutta, þá dreif Tarbell sig upp í næstu flugvél og flaug til Íslands þar sem hann hitti íslenskan saksóknara og lögregluna. Ákveðið var að fara inn í gagnaverið sem hýsti síðuna til að ná í harðan disk sem geymdi 24.000 bitcoin, um 1.5 milljarða króna á þeim tíma ásamt verðmætum upplýsingum sem áttu eftir að leiða til handtöku Russ Ulbrict.

Bandaríska alríkið selur Bitcoin

Árið 2013 náði FBI að góma höfuðpaur markaðarins eftir að hafa endurtekið skautað framhjá öllu tiltæku rannsóknarliði í allan þennan tíma. Í heildina lögðu eftirlitsaðilar hald á 44.000 bitcoin sem notuð höfðu verið á markaðstorginu. Rafmyntin var síðan seld hæstbjóðanda sem reyndist vera Tim Draper sem er einn helsti vísisfjárfestir heims.

Ísland fær söluandvirði bitcoin í sinn hlut

Aðkoma Íslans reyndist vera algjört lykilatriði til að toga niður þetta ólöglega markaðstorg og áskotnaðist ríkinu því 355 milljónir vegna alþjóðlega samninga um baráttu gegn alþjóðaglæpum. Þetta reyndist vera um 15% af öllu því bitcoin sem Bandaríkjamenn seldu sem Íslendingar fá í sinn hlut. Það er því áhugaverð staðreynd að ríkið hefur því fengið drjúgan ágóða af rafmyntinni Bitcoin, en þess má til gamans geta að þessi upphæð, ef hún hefði verið geymd í Bitcoin væri nú um 5.5 milljarðar íslenskra króna.

Hægt er að lesa meira um sögu Silk Road í grein sem birtist í WIRED.


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonMeðstofnandi