Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Skuldabréfasjóðir BlackRock fjárfesta í Bitcoin


BlackRock, stærsti eignastýringaraðili heims, er að ryðja brautina fyrir fjárfestingu stofnanafjárfesta í Bitcoin. Greint hefur verið frá því að skuldabréfasjóðir í rekstri BlackRock, Strategic Global Bond Fund og Strategic Income Opportunities Fund, hafi fjárfest í Bitcoin kauphallarsjóði BlackRock á árinu 2024.

Þetta er stórt skref í átt að því að samþætta Bitcoin inn í hefðbundinn fjármálaheim og í þessu felst mikil viðurkenning á Bitcoin sem macro eign. Þessir tveir sjóðir hafa keypt í Bitcoin kauphallarsjóðnum fyrir samtals 78 milljónir dollara.

Með vaxandi fjárfestingu stofnanafjárfesta eykst aðgengi að Bitcoin og jafnframt samþykki á því að Bitcoin geti spilað hlutverk sem kjarnaeign í í fjárfestingaráætlunum. Óhætt er að segja að BlackRock sé í forystu hvað varðar innleiðingu rafmynta í eignasöfn og í því felst mikil viðurkenning fyrir rafmyntageirann.

Nánar er fjallað um málið í enskri útgáfu á Substack síðu Visku: https://viskadigital.substack.com/p/blackrocks-bond-funds-invest-in-bitcoin


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi