Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Rafmyntir í lífeyrissparnað Bandaríkjamanna


Ríkisstjórn Trump hefur gefið grænt ljós á að rafmyntir verði heimilaðar í svokölluðum 401(k) lífeyrissparnaði í Bandaríkjunum. Nýjar leiðbeiningar sem Vinnumálaráðuneytið gaf út þann 11. ágúst 2025 skapa skýran ramma fyrir því að bjóða megi þennan eignaflokk til bandarískra sparifjáreigenda. Þessi ákvörðun gæti opnað á aðgang að hluta af þeim sjö þúsund milljöðrum dala sem eru í þessum sparnaði og markar stórt skref í almennri viðurkenningu á rafmyntum.

Skýrari leið fyrir sparnaðinn

Nýju leiðbeiningarnar setja skýran ramma innan gildandi lífeyrislaga (þekkt sem ERISA). Í einföldu máli veitir þetta þeim sem stýra 401(k) sparnaði viðurkennda aðferð til að meta og bæta rafmyntum við sem fjárfestingarkosti. Fram að þessu hafa umsjónaraðilar forðast slíkar eignir vegna óvissu í regluverki. Nú er ákvörðunin formlega í þeirra höndum.

Efni birt þann 7.8.25 á thewhitehouse.gov

Tækifæri á trilljóna markaði

Stærsta tækifærið felst í því gríðarlega fjármagni sem gæti nú streymt inn á markaðinn. Jafnvel lítil 1% úthlutun úr þeim þúsundum milljarða dala sem eru í 401(k) sparnaði myndi tákna risavaxna fjárfestingu, sem yki verulega dýpt markaðarins. Fyrir sparifjáreigendur býður þetta upp á einfalda og skattalega hagkvæma leið til að bæta vaxtarmöguleikum við sinn lífeyrissparnað.


Í nýlegri færslu frá Ryan Rasmussen, yfirmanni greininga hjá Bitwise, er undirstrikað hvernig jafnvel lítil fjárfesting getur haft mikil áhrif á litlum markaði. Post á X, 7. ágúst 2025.

Biðin eftir rafmyntum

Það mun taka nokkurn tíma frá því að þessar leiðbeiningar eru gefnar út þar til almenningur sér rafmyntir sem valkost í sínum lífeyrissparnaði. Stóru þjónustuaðilarnir þurfa enn að byggja upp eða innleiða þá tækni sem þarf til að halda utan um rafmynir á öruggan og skilvirkan hátt. Því má búast við að innleiðingin verði í áföngum og að minni, liprari fjártæknifyrirtæki verði fyrst á markað á undan stóru aðilunum.

Að lokum

Nýjar leiðbeiningar Vinnumálaráðuneytisins hafa leyst úr óvissu í regluverkinu en skapa um leið nýja áskorun sem snýr að framkvæmd. Framtíð rafmynta í lífeyrissparnaði mun nú mótast af ákvörðunum hvers og eins umsjónaraðila sparnaðar. Dyrnar eru formlega opnar, er spurningin er hver verður fyrstur til að ganga inn.

Fylgið Visku á LinkedIn og á Substack til að fá tilkynningar um nýjustu færslurnar okkar.
LinkedIn: https://www.linkedin.com/company/viskadigital
Substack: https://viskadigital.substack.com/


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi