Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Þann 10. janúar sl. samþykkti bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) í fyrsta skipti í sögunni Bitcoin kauphallarsjóði. Stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi, BlackRock, var meðal fyrirtækja sem lögðu inn umsókn til SEC og hóf sjóður félagsins göngu sína þann 11. janúar undir auðkenninu (e. Ticker) IBIT.
IBIT sjóðurinn hefur vaxið hratt frá stofnun náði í gær sögulegum áfanga þegar sjóðurinn sló í 10 milljarða dollara að stærð. Það er athyglisvert að sjóður BlackRock náði þessum áfanga á einungis 34 viðskiptadögum. Enginn kauphallarsjóður í sögunni hefur náð 10 milljarða dollara stærð á jafn skömmum tíma.
Bitcoin sjóður BlackRock er ekki sá eini sem er að ná góðum árangri en Fidelity Investments rekur einnig kauphallarsjóð undir auðkenninu FBTC og er stærð hans orðin um 6,5 milljarðar dollara.
Það er ljóst að innkoma stærstu eignastýringarhúsa heims í rafmyntageirann er að hafa mikil áhrif á verðþróun Bitcoin sem hefur hækkað um 45% það sem af er ári.