Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Ethereum kauphallarsjóðir í loftið


Í janúar sl. fóru Bitcoin kauphallarsjóðir af stað í Bandaríkjunum en það var í fyrsta skipti sem kauphallarsjóðir með rafmyntir litu dagsins ljós þar. Óhætt er að segja að viðtökurnar við sjóðunum hafi verið góðar en nettó innflæði í Bitcoin kauphallarsjóðina á þessum 6 mánuðum hefur verið yfir 16 milljarðar dollara. Bitcoin kauphallarsjóður BlackRock setti met og var fljótastur allra kauphallarsjóða í sögunni upp í 10 milljarða dollara stærð og tók það einungis nokkrar vikur.

Í dag er stór dagur í sögu Ethereum þar sem 9 Ethereum kauphallarsjóðir munu fara af stað í Bandaríkjunum við opnun markaða kl. 13.30 að íslenskum tíma.

Mynd 1: Samanburður stærð á Bitcoin og Ethereum

Stærstu eignastýringaraðilar heims eru meðal umsjónaraðila Ethereum kauphallarsjóðanna og þar má til dæmis nefna BlackRock (iShares), Fidelity Investments og VanEck.

Mynd 2: Umsjónaraðilar Ethereum kauphallarsjóða sem fara af stað í dag

Samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins á Ethereum kauphallarsjóðum felur í sér mikla viðurkenningu fyrir rafmyntageirann í heild. Með þessu samþykki er búið að auka verulega aðgengi hefðbundinna fjárfesta að tveimur stærstu rafmyntunum, Bitcoin og Ethereum, en samanlagt markaðsvirði þeirra er yfir 70% af heildarmarkaðsvirði allra rafmynta.

Eins og áður segir er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, BlackRock, að setja á fót Ethereum kauphallarsjóð. Á heimasíðu félagsins eru vel framsettar upplýsingar þar sem til dæmis er útskýrt í einföldu máli hvað Ethereum er.

Mynd 3: Hvað er Ethereum?

Einnig er fjallað um muninn á Bitcoin og Ethereum og fjárfestingartækifærið í Ethereum útskýrt.

Mynd 4: Munurinn á Bitcoin og Ethereum

Mynd 5: Fjárfestingartækifærið í Etherum útskýrt


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi