Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Það hefur borið á því undanfarna mánuði að stofnanafjárfestar og fjármálafyrirtæki kynni inngöngu sína inn í rafmyntageirann. Nýjasta dæmið um það er að Bank of New York Mellon (BNY Mellon) tilkynnti að bankinn geti nú varslað rafmyntirnar Bitcoin og Ether fyrir sína viðskiptavini.
Hægt er að segja að um stór tímamót sé að ræða þar sem bankinn er sá elsti í Bandaríkjunum, stofnaður árið 1784. Jafnframt er BNY Mellon stærsti vörslua ðili í heiminum, en bankinn varslar yfir 25 trillion USD fyrir sína viðskiptavini.
Í tilkynningu bankans er vísað í könnun sem bankinn stóð fyrir meðal stofnanafjárfesta. Niðurstöður hennar leiddu meðal annars í ljós að 91% stofnanafjárfesta sem spurðir voru hafa áhuga á að fjárfesta í rafmyntum. Jafnframt bendir bankinn á að þrátt fyrir miklar sveiflur í markaðnum séu langtímatækifærin augljós og að straumhvörf tækninnar séu orðin skýr leikbreytir fyrir fjármálaheiminn.
Hægt er að lesa fréttatilkynningu frá BNY Mellon hérna.