Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Þýski bankinn Commerzbank hefur fengið leyfi frá þýska fjármálaeftirlitinu sem vörsluaðila rafmynta. Commerzbank er fyrsti alhliða bankinn í Þýskalandi til að hljóta þetta leyfi. Haft er eftir talsmanni bankans að leyfið geri bankanum kleift að byggja upp fjölbreytta þjónustu tengda rafmyntum.
Bloomberg fjallaði um málið.
Aðrir stórir evrópskir bankar hafa nýlega stigið stór skref inn í rafmyntageirann sem þeir segja að endurspegli áhuga viðskiptavina sinna á þessum eignaflokki. Deutsche Bank sótti til að mynda um leyfi til að verða vörsluaðili rafmynta í júní sl.
Franski bankinn Societe Generale hefur jafnframt látið til sín taka í rafmyntageiranum og rekur nú dótturfélagið Forge sem veitir ýmsa þjónustu á sviði rafmynta. Forge var fyrsta félagið í Frakklandi til að fá svokallað rafmyntaleyfi í júlí síðastliðnum en slík leyfi veita heimild til að fjárfesta í rafmyntum og varsla þær.
Franski bankinn Credit Agrecole og spænski bankinn Santander eiga saman félagið Caceis sem jafnframt skráði sig í sumar sem þjónustuaðili rafmynta hjá frönskum yfirvöldum.