Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Ný kynslóð vill að 14% af eignasafni sínu sé í rafmyntum


Bank of America (BofA) birti nýlega könnun um hvernig eignasöfn fjárfesta eru að taka miklum breytingum á næstu árum. Það sést greinilega þegar litið er til breyttra áherslna kynslóða til eignaflokka. Könnun BofA náði til yfir þúsund svarenda sem áttu eignir yfir 3 milljónir dollara (um 450m.kr.).

Á næstu árum og áratugum munu eignasöfn breytast samhliða breyttum heimi og munar þar mest um viðhorf mismunandi kynslóða til fjárfestinga í rafmyntum. Í aldursflokknum 21-43 ára horfa sparifjáreigendur til þess að 14% af eignum sínum séu bundnar í þessum nýja eignaflokki. Er þar um að ræða gríðarstórt stökk frá eldri kynslóðum sem eru einungis með 1% af eignum sínum í rafmyntum. Stærsta kynslóð Bandaríkjanna (baby boomers) er að fara á eftirlaun og talið er að sú kynslóð muni arfleiða næstu kynslóðir af allt að $74 þúsund milljörðum næsta áratuginn. Ef horft til þess að þær kynslóðir sem munu taka við þessum sparnaði ætla að stórauka fjárfestingar sínar í rafmyntum er útlit fyrir að um $10 þúsund milljarðar fari inn á rafmyntamarkaði sem eru töluvert háar fjárhæðir, sérstaklega þar sem núverandi markaðsvirði allra rafmynta er um $2 þúsund milljarðar eða undir 2% af markaðsvirði skráðra hlutabréfa í heiminum.

Kynslóðirnar sem taka við þessum fjármunum eru annars vegar aldamótakynslóðir (millennials) og Z-kynslóðin en þessar kynslóðir eru mun kunnugri stafrænum eignum í umhverfi sínu og mun tæknisinnaðri. Í könnun BofA kom einnig fram að þessar kynslóðir töldu rafmyntir vera þann eignaflokk sem myndi vaxa næst mest á næstu árum.

Hægt er að skoða könnunina hér:


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi