Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Varð íslenska ríkið af 80 milljörðum?


Við uppgjör silk road markaðarins áskotnaðist íslenska ríkinu 355 milljónir króna eftir sölu á Bitcoin sem haldlagt var í aðgerðum sem meðal annars fóru fram á Íslandi vegna samninga um baráttu gegn alþjóðaglæpum. Aðkoma Íslands reyndist vera algjört lykilatriði til að vinda ofan af þessu ólöglega markaðstorgi. Uppgjörið fór fram í Bandaríkjadölum en hefði íslenska ríkið haft valkost eða kosið að halda í þessi 6.600 Bitcoin væri virði þeirra í dag um 80 milljarðar íslenskra króna.

Í nótt stigu Bandaríkin stórt skref í að koma í veg fyrir að þessi staða gæti komið upp þarlendis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði forsetatilskipun um að allt Bitcoin í eigu ríkisins yrði fært í sérstakan varaforðasjóð Bandaríkjanna (e Bitcoin Strategic Reserve). Í tilkynningunni kemur fram að Bandaríkin hafi selt Bitcoin í gegnum árin of snemma og því orðið af 17 milljörðum dala, eða 2300 milljörðum íslenskra króna. Einnig kemur fram að ríkið hafi heimild til að eignast meira Bitcoin í sjóðinn svo lengi sem það kosti skattgreiðendur ekki auka fjármuni.


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonMeðstofnandi