Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Óhætt er að segja að þessi vika sem nú er að klárast hafi verið frábær fyrir rafmyntageirann.
Á mánudag komu fram sterkir orðrómar þess efnis að bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) væri nú byrjað í miklum samskiptum við umsækjendur um Ethereum kauphallarsjóði sem benti þá til þess að auknar líkur væru á að umsóknirnar yrðu samþykktar í vikunni. Samskipti SEC og umsóknaraðila höfðu verið nær engin síðustu vikur sem benti til þess að SEC hyggðist hafna umsóknunum. Væntingar markaðarins í byrjun vikunnar voru því afar litlar.
Donald Trump talar fyrir rafmyntageiranum
Á þriðjudag tilkynntu umsjónaraðilar forsetaframboðs Donalds Trump að hægt væri að styrkja framboðið með framlagi í rafmyntum. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að framboðið myndi byggja upp rafmyntaher sem færi fram til sigurs í komandi kosningum:
“MAGA supporters, now with a new cryptocurrency option, will build a crypto army moving the campaign to victory on November 5th!”
Sjá nánar hér: https://www.cnbc.com/2024/05/21/trump-campaign-starts-taking-cryptocurrency-donations.html
Mikilvægt frumvarp samþykkt í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
Á miðvikudag samþykkti svo Fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem kalla mætti “Frumvarp um fjármála- og tækninýjungar fyrir 21. öldina” einnig kallað FIT21 frumvarpið. Þetta er einnig stór áfangi fyrir framgang rafmyntageirans í Bandaríkjunum þar sem frumvarpið býr til undanþágur fyrir rafmyntir gagnvart reglum um verðbréf svo lengi sem rafmyntirnar ná fullnægjandi dreifingu (e. decentralization). Þetta þýðir þá að SEC hefur ekki lengur yfirumsjón með eftirliti með rafmyntum nema að litlu leyti.
Sjá nánar hér: https://www.barrons.com/articles/bitcoin-crypto-bill-fit21-coinbase-stock-e0713031
Ethereum kauphallarsjóðir samþykktir
Í gærkvöldi samþykkti svo SEC umsóknir nokkurra kauphalla um að skrá Ethereum kauphallarsjóði sem var afar óvænt eins og áður segir. Þetta eru gríðarlega stórar fréttir fyrir rafmyntageirann enda er Ethereum næst stærsta rafmyntin og aðgengi hefðbundinna fjárfesta að þessari vöru að aukast verulega.
Sjá nánar hér: https://www.reuters.com/technology/us-sec-approves-exchange-applications-list-spot-ether-etfs-2024-05-23/
Eins og komið hefur fram hafa Bitcoin kauphallarsjóðirnir verið gríðarlega vinsælir eins og sjá má til dæmis á því að engin kauphallarsjóður í sögunni hefur verið jafn fljótur í 10 milljarða dollara eignir eins og IBIT sem er Bitcoin kauphallarsjóður BlackRock.