Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Rafeyrir á bálkakeðju hlýtur styrk Rannís


Fyrirtækið Monerium, sem gefur út rafeyri á bálkakeðjum fékk í dag styrk frá Rannís til frekari uppbyggingar. Um er að ræða styrk í flokknum vöxtur, sem er stærsta styrkúthlutun sjóðsins. Rafmyntaráð óskar Monerium innilega til hamingju með þessar góðu fréttir.

Monerium hefur lengi vel verið vonarstjarna Íslands þegar það kemur að nýsköpun í heimi rafmynta og bálkakeðja. Markmiðið er einfalt, að koma lögeyri eða þjóðargjaldmiðlum yfir á bálkakeðjur. Margir spyrja sig hversvegna það sé þörf fyrir slíkan gjörning, en ljóst er að eftirspurnin eftir slíkum lausnum eykst jafnt og þétt.

Umfang þjóðargjaldmiðla og stöðuleikamynta á bálkakeðjum (velta), tekið saman af The Block.

Þjóðargjaldmiðlar fá vængi

Hefðbundnir peningar voru ekki þróaðir til að færa þá til á internetinu. Það reynist því hægt og í flestum tilvikum mjög dýrt að stunda einföld viðskipti. Að hafa stöðuga mynt eða þjóðargjaldmiðla á bálkakeðjum opnar á nýja möguleika bæði í heimi hefðbundina gjaldmiðla og rafmynta. Hægt er að framkvæma flóknari uppgjörsviðskipti, sjálfvirka gjörninga og vörslureikninga svo eitthvað sé nefnt. Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands fjallaði nánar um málið á UTmessunni 2019.


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonFjárfestingar - Meðstofnandi