Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Meira innflæði í Bitcoin en gull


Eftir mikinn óróa á mörkuðum í apríl hafa markaðir byrjað að rétta úr kútnum. Gull hefur sýnt mikinn styrk í þeirri óvissu sem hefur gengi yfir heiminn síðustu mánuði en Bitcoin hefur einnig sýnt mikinn lit og hefur hækkað um 25% frá því að Trump tilkynnti um tolla gagnvart flestum löndum heims á svokölluðum Liberation day þann 2. apríl.

Áhugavert er bera saman innflæði inn í stærstu kauphallarsjóði Bitcoin og gulls. Þar sést að innflæði inn í Bitcoin kauphallarsjóðina hefur verið meira en í gull sjóðina (sjá mynd að neðan). Frá áramótum hefur innflæði í Bitcoin sjóð BlackRock (IBIT) numið tæpum 7 milljörðum dollara á móti 6,5 milljörðum dollara inn í stærsta gull kauphallarsjóðinn (GLD). Þá má benda á að markaðsvirði gulls er um $23.000 milljarðar á meðan markaðsvirði Bitcoin er um $2.000 milljarðar dollara, eða um ellefu sinnum meira.

Sé litið til ávöxtunar síðustu 12 mánaða hefur Bitcoin skilað bestu ávöxtuninni, eða um 63% þegar þetta er skrifað. Gull hefur hækkað um 42% og hlutabréfavísitölur 11%-14% eins og sést á mynd hér að neðan.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi