Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Bitcoin nær nýju hágildi í íslenskum krónum


Stór atburður átti sér stað í gær, þann 28. febrúar, þegar Bitcoin náði sínu hæsta gildi frá upphafi gangvart íslensku krónunni þegar Bitcoin fór yfir fyrra hágildi sem var 8.463.488 kr.

Verð á Bitcoin gagnvart krónu stendur nú í um 8,6 milljónum króna en verð Bitcoin á móti dollar er um 62.500 þegar þetta er skrifað.

Bitcoin hefur hækkað töluvert undanfarnar vikur og ljóst er að innkoma kauphallarsjóða (ETFs) í Bandaríkjunum hefur haft mikið að segja. Það er mikil viðurkenning fyrir Bitcoin að stærstu eignastýringarhús heims eins og BlackRock og Fidelity hafi sett á fót Bitcoin kauphallarsjóði. Flæðið inn sjóðina frá því að þeir voru samþykktir í janúar hefur verið gríðarlega mikið en nettó innflæði frá stofnun þeirra hefur verið samtals 7,4 milljarðar dollara á einungis 33 viðskiptadögum.

Kristján Ingi var í viðtali á Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann fór yfir allt það helsta sem hefur verið að gerast í Bitcoin síðustu vikur. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.visir.is/k/e6cc97c8-a913-4090-9aec-d6e71289551a-1709192763041


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi