Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

PayPal gefur út stöðugleikamynt


Bandaríska greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal kynnti í gær nýja stöðugleikamynt sem fylgir bandaríkjadollar. Stöðugleikamyntir eru tegundir af rafmyntum sem eru hannaðar til þess að halda stöðugu virði gagnvart einhverri annarri eign, eins og til dæmis hefðbundnum gjaldmiðlum.

Þessi ákvörðun PayPal endurspeglar traust fyrirtækisins á rafmyntageiranum. Fjárfestar tóku fréttunum vel og hækkuðu hlutabréf PayPal, sem skráð er á Nasdaq, um 2,7% í gær.

Stöðugleikamyntin, sem heitir "PayPal USD", er tryggð með innlánum í bandaríkjadölum og bandarískum skammtímaskuldabréfum. Paxos Trust Co sér um útgáfu stöðugleikamyntarinnar , sem verður smám saman aðgengileg PayPal viðskiptavinum í Bandaríkjunum. Hægt er að innleysa PayPal USD fyrir bandaríkjadali hvenær sem er og nota til að eiga viðskipti með aðrar rafmyntir á vettvangi PayPal, eins og Bitcoin.

Þetta er ekki fyrsta skref PayPal inn í rafmyntageirann en félagið hafði þegar byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að kaupa, selja og varsla rafmyntir hjá fyrirtækinu.

Sjá umfjöllun Reuters um málið hér.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi