Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Sjóður BlackRock bætir Bitcoin við fjárfestingarheimildir


Stærsti eignastýringaraðili í heimi, BlackRock, hefur uppfært fjárfestingastefnu í sínum þekktasta fjárfestingasjóði sem hefur nú heimildir að fjárfesta í Bitcoin. Nánar tiltekið nær heimildin til afleiða (e. futures) á Bitcoin á CME kauphöllinni sem fylgir verði Bitcoin. Sjóðurinn sem um ræðir heitir Global Allocation Fund, er tæplega 19 milljarðar USD að stærð og fjárfestir í fjölbreyttu safni verðbréfa og fjármálaafurða. Sjóðurinn hefur sögulega verið í hópi 33% bestu sjóða í sínum flokki í ávöxtun.

Larry Fink, forstjóri BlackRock, lét hafa eftir sér á síðasta ári að Bitcoin sé að ná athygli stofnanafjárfesta og ætti raunverulegan möguleika á að taka við hlutverki gulls sem fjárfestingakosts. Larry hefur einnig talað um hvað bálkakeðjutæknin muni verða órjúfanlegur hluti af fjármálamörkuðum þegar verðbréf munu öll verða táknvædd (e. tokenized) á næstu árum, eins og Viska fjallaði um í nýlegri frétt.

Í apríl 2022 stofnaði BlackRock sérstakan kauphallarsjóð (e. ETF) sem fjárfestir í rafmyntum og bálkakeðjutengdri tækni. Í ágúst í fyrra hóf BlackRock einnig að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjárfestingu og vörslu á Bitcoin í gegnum viðskiptakerfi sitt, Aladdin.

Að auki hefur BlackRock tekið þátt í fjölmörgum fjárfestingum í fyrirtækjum í rafmyntaheiminum og áhugavert er að fylgjast með hefðbundnum fjármálafyrirtækjum hasla sér völl í þessu sviði undanfarið. Þá er sérstaklega athyglisvert að sjá BlackRock svo framarlega í flokki þar sem fyrirtækið hefur oft verið talið leiðandi á sínu sviði og þekkt fyrir að móta fjárfestingastefnur sem aðrir stofnanafjárfestar líta til.

Heimild: https://financefeeds.com/blackrock-makes-bitcoin-eligible-investment-to-15b-fund/


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi