Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Japanska fjármálafyrirtækið Nomura stofnaði nýtt félag utan um rafmyntastarfsemi í fyrra og hefur nú sett á laggirnar nýjan sjóð sem fjárfestir í Bitcoin og verður markaðssettur fyrir stofnanafjárfesta. Nomura er geysilega umsvifamikill aðili á sviði eignastýringar með um 560 milljarða dollara í stýringu og hátt í 100 ára sögu á sínu sviði.
Nýja dótturfélag Nomura nefnist Laser Digital og hyggst einblína á stofnanafjárfesta. Forstjóri félagsins, Jez Mohideen, lét hafa eftir sér að stofnanafjárfestar muni leitast við að eiga viðskipti með rafmyntir í gegnum aðila sem hafa bakhjarla úr hefðbundna fjármálaheiminum.
Laser Digital er staðsett í Sviss en hefur einnig fengið leyfi til eignastýringar rafmynta í Dubai sem hefur mótað skýrt og gegnsætt regluverk um þennan eignaflokk. Á síðari stigum hyggst félagið einnig bjóða fram þjónustu sína í Bandaríkjunum og Japan.
Yfirmaður eignastýringar hjá Laser Digital hafði þetta að segja um stofnun þessa nýja sjóðs:
“Technology is a key driver of global economic growth and is transforming a large part of the economy from analogue to digital. Bitcoin is one of the enablers of this long-lasting transformational change and long-term exposure to Bitcoin offers a solution to investors to capture this macro trend.”
Nomura virðist því gera ráð fyrir að Bitcoin og bálkakeðjutæknin muni sinna stóru hlutverki í fjármálakerfi framtíðarinnar.