Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Nú standa rafmyntamarkaðir frammi fyrir ákveðinni leikjafræðilegri áskorun þegar kemur að Bitcoin markaðnum. Einungis á eftir að gefa út rúmlega 5% af nýjum Bitcoin sem munu koma í umferð eftir fyrirfram skilgreindri áætlun næstu 115 árin. Næstu 3 árin verður árleg útgáfa Bitcoin ekki nema um 0,8% á ári sem er talsvert lægra en verðbólguvæntingar í flestum löndum í heiminum. Síðustu 12 mánuðina höfum við séð fjöldann allan af nýjum kaupendum á kauphallarsjóðum Bitcoin sem eiga nú 6% af öllum Bitcoin. Þessir nýju kaupendur keyptu einir og sér meira en tvöfalt fleiri Bitcoin en voru gefin út árið 2024. Microstrategy keypti 258.000 Bitcoin árið 2024 sem eru einnig fleiri Bitcoin en voru gefin út árið 2024 eins og sést á mynd hér að neðan. Fleiri fyrirtæki hafa nú byrjað að fjárfesta í Bitcoin með sama hætti og Microstrategy.
Á síðustu 2 mánuði hafa fjölmörg þjóðríki tekið upp umræðu um að setja Bitcoin í þjóðarvarasjóð sinn. Ætla má að flestir þessir aðilar séu að horfa til þess að kaupa Bitcoin til langs tíma og því fara flest þessara Bitcoin-a út af markaðinum. Bitcoin hefur þann eiginleika að þótt verðið kynni að hækka af þessum völdum þá getur kerfið ekki nýtt sér það og aukið útgáfuna, líkt og fyrirtæki kynnu að gera ef hlutabréfaverð þeirra hækkar. Við erum því að horfa fram á nýja kaupendahópa vera að myndast á sama tíma og framboðið fer minnkandi og má velta fyrir sér hvernig verðþróunin verði m.t.t. þessa.
Hér fyrir neðan sjáum við myndrænt umsvif kauphallarsjóðanna og Microstrategy á móti útgefnum Bitcoin. Á sama hátt teiknum við upp hvernig 2025 gæti litið út. Sögulega hafa nýir kauphallarsjóðir aukið umsvif sín með hverju árinu og væntingar eru um að þeir verði áfram stórtækir á árinu 2025. Útgefnum Bitcoin mun fækka um fjórðung samanborið við árið 2024 vegna þess að helmingunin (e. halving) átti sér stað í apríl 2024.
Það er því ljóst að ef eftirspurnin verður eitthvað í líkingu við árið 2024 þá munu núverandi Bitcoin eigendur þurfa að selja nýjum kaupendum sín Bitcoin og þá er spurningin bara sú á hvaða verði mun það vera? Að okkar mati mun þetta ójafnvægi í framboði og eftirspurn leiða til áframhaldandi hækkunar á verði Bitcoin á komandi misserum.