Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Þjóðarsjóður Abu Dhabi fjárfestir í Bitcoin


Sjálfstæður þjóðarsjóður Abu Dhabi, Mubadala Investment Company, tilkynnti í síðustu viku um kaup á Bitcoin kauphallarsjóðum BlackRock að andvirði 437 milljónir Bandaríkjadala. Mubadala, sem hefur yfir 280 milljarða dala í stýringu, hefur áður sýnt áhuga á þessum eignaflokki, meðal annars með fjárfestingum í Bitcoin námuvinnslu árið 2023.

Paul Tudor Jones tvöfaldar Bitcoin kaup

Fjárfestingasjóður hins þekkta bandaríska fjárfestis, Paul Tudor Jones, hefur meira en tvöfaldað eign sína í Bitcoin kauphallarsjóðum og á nú um 427 milljónir Bandaríkjadala miðað við lok árs 2024. Þá er þetta stærsta einstaka fjárfestingin í sjóðnum hans í einstökum verðbréfum eða kauphallarsjóðum.

Aukinn áhersla á Bitcoin í safni Paul Tudor Jones rímar við það sem hann sagði seint á síðasta ári:
"I think all roads lead to inflation. ... I'm long gold and Bitcoin"

Sjá nánar hér.

Bank of Montreal fjárfestir einnig í Bitcoin kauphallarsjóðum

Bank of Montreal (BMO), þriðji stærsti banki Kanada, hefur einnig tilkynnt um fjárfestingu í Bitcoin. Samkvæmt nýlegri skýrslu um eigendur Bitcoin kauphallasjóða m.v. síðustu áramót hefur BMO fjárfest fyrir um 150 milljónir dala í slíkum kauphallarsjóðum.

Eins og sjá má hér að ofan er áhugi hefðbundinna fjárfesta á Bitcoin sífellt að aukast. Þjóðarsjóðir, vogunarsjóðir, lífeyrissjóðir og bankar eru farnir að láta meira að sér kveða og búast má við að þessi þróun sé rétt að byrja.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi