Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Bitcoin aldrei verðmætara - Nær nýjum toppi á tólf ára afmælinu


Rétt í þessu rauf bitcoin 14.100 Bandaríkjadala múrinn og náði þar af leiðandi hæsta verðgildi sínu frá upphafi tíma mælt í íslenskum krónum. Eitt bitcoin kostar því yfir tvær milljónir króna. Þetta eru mikil tímamót þar sem bitcoin er að rífa sig upp úr löngum dal og má ælta að fimmta leiðréttingarlotan sé því endanlega að baki.

Eins og margir vita fer fram hrekkjavaka víðast hvar í heiminum í dag en sá dagur ber dýpri og meiri merkingu meðal einstaklinga innan rafmyntaheimsins. Í lok október árið 2008 varpaði Satoshi Nakamoto fyrst fram hugmyndinni um Bitcoin í svokallaðri hvítbók (e. white paper). Hvítbókin sem lýsti Bitcoin kom fram á örlagaríkum tímum, en sama ár riðaði bankakerfið til falls. Nú tólf árum seinna erum við í sömu stöðu og bitcoin er með verðgildi umfram björtustu vonir þeirra sem tóku þátt í að byggja það upp.

Til hamingju með afmælið Bitcoin og skál fyrir næstu tólf árum!

(p.s. almennt er talað um Bitcoin netið með stórum staf og verðmætið bitcoin sem á því hreyfist með litlum staf)


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonMeðstofnandi