Fjárfestingar
í nýrri heimsmynd
Viska sjóðir byggja á þeirri sannfæringu að mestu tækifærin felist í samspili tækni, harðra eigna og innviða framtíðarinnar.
Viska sjóðir byggja á þeirri sannfæringu að mestu tækifærin felist í samspili tækni, harðra eigna og innviða framtíðarinnar.
Undanfarið hafa stærstu aðilar í eignastýringu á heimsvísu verið að stíga stór skref inn í rafmyntageirann. Nú er svo komið að meirihluti 20 stærstu eignastýringaraðila í heiminum er með einhverskonar þjónustu á sviði rafmynta. Undir þetta fellur t.d. rekstur sjóða, vörslustarfsemi, eignastýring og fleira.
Í sumar dró til tíðinda þegar fjöldi fjármálafyrirtækja sótti um leyfi til að opna Bitcoin spot ETF sem yrði fyrsti sinnar tegundar í Bandaríkjunum á sviði rafmynta. BlackRock fór þar fremst í flokki en þar að auki hafa Fidelity, Franklin Templeton, Invesco, Wisdomtree, VanEck, ARK Invest, Valkyrie og fleiri sótt um samskonar leyfi fyrir Bitcoin spot ETF sjóði. Þá hefur ARK invest einnig sótt um leyfi fyrir Ethereum spot ETF sjóði.