Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Í kosningabaráttu Donalds Trump voru lögð fram ýmis loforð um framgang rafmyntamarkaðarins, en ekki voru allir sannfærðir um að þeim yrði fylgt eftir ef Trump næði kjöri. Þegar loforðin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að flest þeirra hafa nú þegar verið uppfyllt á fyrstu mánuðum nýs forseta. Um er að ræða algjöra u-beygju stærsta hagkerfis heims gagnvart þessum eignaflokki, og jákvæð áhrif þess munu koma fram fyrr en síðar. Líklegt er að áhrifin muni ekki einungis einskorðast við Bandaríkin heldur er verið að setja risavaxið fordæmi fyrir allan heiminn – að þetta sé eignaflokkur sem mun þurfa að fá aukna athygli í síbreytilegum heimi. Sem dæmi má vísa í orð Donalds Trump á efnahagsráðstefnunni í Davos, þar sem hann sagði með beinum orðum að Bandaríkin ætluðu sér að vera leiðandi stórveldi á sviði gervigreindar og rafmynta. Hér að neðan má sjá helstu atriði sem var lofað í kosningabaráttunni þar sem sést að flest loforðin hafa verið uppfyllt nú þegar.