Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Hverjir fjárfestu í Bitcoin kauphallarsjóðum?


Á síðustu vikum hafa stórir stofnanafjárfestar tilkynnt um fjárfestingar sínar í Bitcoin kauphallarsjóðum, en slíkir aðilar þurfa að birta yfirlit yfir eignir sínar eftir hvern ársfjórðung. Eignastýringaraðilar, fjárfestingarfélög, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir eru á meðal fjárfesta og eru alls yfir 500 stofnanafjárfestar sem hafa fjárfest í hinum nýju sjóðum á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Efst á lista er fjárfestingarfyrirtækið Millennium Management sem stýrir yfir $64 milljörðum og hefur nú fjárfest í Bitcoin sjóðum fyrir $2 milljarða, sem er yfir 3% af heildareignum og er því um að ræða umtalsverða fjárfestingu. Lífeyrissjóður Wisconsin fylkis var einnig á listanum og fjárfesti að jafnvirði 22 milljarða króna í kauphallarsjóðunum. Hér sést listi yfir stærstu aðilana sem hafa fjárfest í BlackRock kauphallarsjóðnum (IBIT).

Taflan sýnir stærstu fjárfesta í IBIT sjóði BlackRock í lok fyrsta ársfjórðungs. Listinn er flokkaður eftir fjölda bréfa í eigu fjárfesta (síðasta skráða gengi IBIT sjóðsins $37,67 þegar þetta er skrifað).

Þá eru fleiri þekkt nöfn á listanum, eins og Apollo Management ($651 milljarðar í stýringu) og Elliott Capital ($65 milljarðar í stýringu). Einnig má hafa í huga að margir stofnanafjárfestar fjárfesta í sjóðum í gegnum fjármálaráðgjafa (e. independent financial advisors), en slíkir aðilar taka alla jafnan marga mánuði í að gera áreiðanleikakannanir á nýjum fjárfestingarafurðum eins og Bitcoin kauphallarsjóðunum. Það er því stór hópur fjárfesta sem hefur ekki enn aðgang að þessum sjóðum, en líklegt er að það muni breytast síðar á árinu.

Samkvæmt heimildum hafa einstaklingar verið atkvæðamiklir í kaupum á hinum nýju sjóðum en þó er ljóst að margir stórir stofnanafjárfestar hafa einnig látið til sín taka eins og fram kemur hér að ofan.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi