Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Niall Ferguson um rafmyntir


Sagnfræðingurinn Niall Ferguson birti skoðanapistil á Bloomberg fréttaveitunni í gærmorgun sem fjallar um rafmyntir með fyrirsögninni „If You Held On for Dear Life, It's a Merry Cryptomas!“.

Greinin er afar áhugaverð en hún er löng og því verða hér dregnir fram nokkrir áhugaverðir punktar úr henni.

Áður en lengra er haldið er rétt að upplýsa lesendur betur um hver Niall Ferguson er.

Mynd 1: Niall Ferguson

Niall Ferguson er þekktur breskur sagnfræðingur, rithöfundur og álitsgjafi sem er þekktur fyrir skarpan skilning á efnahagssögu, sérstaklega uppgangi og falli siðmenninga, fjármálakerfa og áhrifum stofnana á samfélagið. Hann er þekktur fyrir bækur eins og "The Ascent of Money," sem fjallar um sögu peninga, og "Civilization: The West and the Rest," þar sem hann skoðar ástæður mikilla áhrifa Vesturveldanna í mótun heimsins eins og við þekkjum hann í dag. Verk Ferguson snúast oft um samhengi sögu, fjármála og valds, sem gerir hann að lykilpersónu í skilningi á heimssögunni og því sem hún hefur að segja um stöðuna í dag.

Ferguson hafði trú á rafmyntageiranum og fjárfesti m.a. í Bitcoin og Ethereum árið 2017 að eigin sögn. Hann birti skoðanapistil um Bitcoin á Bloomberg í nóvember 2020 (þegar verð Bitcoin var í kringum $17.000) þar sem hann fjallaði um Bitcoin sem raunverulegan kost sem langtíma geymsluverðmæti (e. Store of Value): Bitcoin Is Winning the Covid-19 Monetary Revolution: The virtual currency is scarce, sovereign and a great place for the rich to store their wealth.

Fall FTX í nóvember í fyrra gerði hann hins vegar áhyggjufullan um að rafmyntir myndu ekki ná sér á strik og hann lýsir því svona í greininni:

„A year ago, many of us thought — I certainly did — that it was game over for crypto and that the naysayers were going to be vindicated.“

„By this time last year, the reputational storm engulfing crypto exchanges had convinced me that the entire edifice of blockchain-based finance was rotten and that I should immediately sell most of the bitcoin (BTC), ether(ETH) and other tokens I had acquired since becoming a convert to crypto back in 2017.“

Ferguson ákvað semsagt að selja rafmyntirnar sínar á „botninum“ vegna hræðslu við að fall FTX myndi gera væntingar um framtíð rafmyntageirans að engu.

Hann segist hafa lært dýrmæta lexíu:

„I was a fool. I had forgotten rule No.1 of crypto investing: Once you have bought the stuff, you should always HODL — hold on for dear life.“

Ferguson fer svo yfir þrjár ástæður sem hann telur hafa valdið þeim miklu verðhækkunum á rafmyntum á þessu á ári.

„The year-long rally of BTC and ETH is telling us three things.“

„First, after two decades of historically low inflation, the world is witnessing so much mismanagement of fiat currencies that the appetite for crypto is bound to keep on growing.“

„The more disastrous the inflation, the more attractive crypto becomes.“

Ferguson bendir á að há verðbólga er staðreynd í langflestum löndum heims. Hann bendir til dæmis á að af 191 löndum í heiminum sem birta verðbólgutölur hafa einungis 22 lönd séð verðlag hækka um minna en 10% frá árinu 2019.

Mynd 2: Hækkun verðlags frá 2019 í 191 landi. Heimild: IMF og Bloomberg.

„The second lesson is that crypto has evolved.“

Ferguson bendir á að áherslurnar í rafmyntageiranum hafa verið mjög mismunandi í gegnum tíðina. Í dag er til dæmis töluverður fókus á möguleika notenda til að fá ávöxtun á rafmyntir sínar með því að leggja þær inn sem „Stake“ í svokölluðum „Proof-of-Stake“ bálkakeðjum líkt og Ethererum er nú orðin. Notendur eru þannig að taka þátt í færslustaðfestingum á bálkakeðjum með „staking“ og jafnframt hjálpa til að við tryggja öryggi þeirra.

„The third lesson of 2023 is that traditional finance continues to adopt crypto, despite the efforts of regulators and legislators to discourage it.“

Eins og frægt er orðið þá hafa stærstu eignastýringarfyrirtæki heims hvert af öðru sótt um leyfi til að reka Bitcoin og Ethereum kauphallarsjóði (e. ETF). Einnig hafa bankar víða um heim stigið stór skref inn í geirann, m.a. með stofnun dótturfélaga sem veita þjónustu í rafmyntageiranum eins og Nomura og Societe Generale. Viska hefur fjallað um þessi mál undanfarið, sjá greinasafn Visku hér.

Það er áhugavert að lesa um þetta ferðalag Niall Ferguson þar sem hann fær áhuga á rafmyntageiranum, fer svo að hafa miklar áhyggjur af framtíðarhorfum geirans við fall FTX en síðan grípur eftirsjáin hann núna þegar hann sér að geiranum hefur tekist með seiglu að hrista af sér hvert áfallið á fætur öðru.

Niall Ferguson er ekki sá eini sem hefur skipt um skoðun á rafmyntageiranum heldur hafa margar af þekktustu persónum fjármálaheimsins hafa einmitt skipt um skoðun á Bitcoin og rafmyntum. Eftir efasemdir í fyrstu hafa þessir aðilar talað fyrir framgangi rafmyntageirans nýverið. Þar má t.d. nefna Larry Fink forstjóra BlackRock, Ray Dalio stofnanda Bridgewater Associates og fjárfestana Stanley Druckenmiller og Paul Tudor Jones. Sagan sýnir að flestir þeir sem hafa gefið sér tíma til að kynna sér rafmyntageirann feta þá leið sem Niall Ferguson lýsir vel í grein sinni. Því má segja að tíminn vinni með rafmyntageiranum og að framtíð hans sé björt.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi