Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Fjármálarisar stofna rafmyntakauphöll


Nýrri rafmyntakauphöll var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum í gær sem kallast EDX Markets. Stofnendur kauphallarinnar eru rótgrónir risar úr hefðbundna fjármálageiranum eins og Citadel Securites, Fidelity and Charles Scwab.

EDX Markets býður upp á viðskipti með 4 rafmyntir til að byrja með:

  • Bitcoin
  • Ethereum
  • Litecoin
  • Bitcoin Cash

Markaðsvirði þessara rafmynta er yfir 70% af heildarmarkaðsvirði allra rafmynta þar sem Bitcoin og Ethereum eru lang stærstar. Sjá mynd hér að neðan.

Ólíkt hefðbundnum rafmyntakauphöllum mun EDX Markets ekki varsla eignir viðskiptavina sinna heldur vinnur kauphöllin með þriðja aðila sem sér um vörsluna.


Kauphöllin hyggst bjóða upp á öruggan vettvang fyrir viðskipti með rafmyntir sem uppfyllir öll lagaleg skilyrði í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir því að kauphöllin njóti góðs af trúverðugleika og sérfræðiþekkingu bakhjarla sinna, sem hafa sterkt orðspor á hefðbundnum fjármálamörkuðum. Mikið hefur gengið á í rafmyntageiranum sl. ár en það má líta á innkomu EDX Markets sem jákvætt skref í að fjölga traustum mótaðilum í geiranum sem styður við frekari þátttöku stofnanafjárfesta.

Bloomberg fjallaði um málið: https://www.bloomberg.com/news/articles/2023-06-20/crypto-exchange-backed-by-citadel-securities-fidelity-goes-live

Heimasíða EDX Markets: https://edxmarkets.com/


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi