Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Shanghai uppfærslan átti sér stað á Ethereum bálkakeðjunni 12. apríl síðastliðinn. Um er að ræða fyrstu stóru uppfærsluna á Ethererum eftir að sannreyning með námuvinnslu (e. mining) fyrir færslustaðfestingu var hætt og við tók svokallað „staking“ umbunakerfi. Staking gengur út á að eigendur Ethereum getur lagt hana inn í kerfið (e. stake) og fá fyrir það ávöxtun. Fram til þessa hafa eigendur verið bundnir með eign sína og ávöxtun inn í kerfinu í óskilgreindan tíma. Viska skrifaði um þá uppfærslu í september 2022 og hægt er að lesa nánar um hana hér.
Með Shanghai uppfærslunni voru kynntir ýmsir tæknilegir eiginleikar sem undirbyggja frekari breytingar á kerfinu sem snúa m.a. að auknum færsluhraða og afkastagetu. Ein mikilvæg breyting í uppfærslunni felur í sér að það losnar um þær einingar sem hafa verið bundnar (e. staked) í kerfinu. Þau sem hafa sinnt færslustaðfestingum á kerfinu og fengið greidda umbun fyrir þá vinnu munu því geta valið að selja þau verðmæti kjósi þau svo. Miklar umræður hafa skapast um hve mikið af Ethereum verði selt á markaði en frá 12. apríl hefur þó verðið á hverri einingu hækkað um 12% á móti Bandaríkjadal. Því mætti segja að væntingar markaðarins um væntanlegan söluþrýsting hafi verið ofmetnar enn sem komið er.
Eftir uppfærsluna geta fjárfestar þó ávaxtað Ethererum áfram inn í kerfinu en einnig tekið einingarnar út aftur að vild. Vextirnir í kerfinu geta verið breytilegir en hafa verið um 4% á ári. Helsti munurinn á þessari leið í samanburði við ávöxtun í gegnum innlán í bankakerfinu er að ávöxtun á Ethereum kerfinu er milliliðalaus ávöxtun inn í dreifstýrðu peningakerfi í stað þess að fjármunir eru lagðir inn í banka. Í nýlegu bankaáhlaupi í Bandaríkjunum áttuðu innlánseigendur sig á því að sumir bankar höfðu ráðstafað innlánum í áhættusamar fjárfestingar sem leiddi í sumum tilfellum af sér tap umfram alls eigið fé bankans.
Á heildina litið er Ethereum Shanghai uppfærslan stórt framfaraskref fyrir Ethereum kerfið og er búist við að það muni bæta afköst þess og öryggi til muna. Frekari uppfærslur munu síðan líta dagsins ljós í kjölfarið og hefur þessi þróun styrkt Ethereum kerfið sem leiðandi lausn við notkun snjallsamninga á bálkakeðjum. Ethereum mun því að öllum líkindum spila stórt hlutverk við að tengja saman bálkakeðjur og fjármálakerfið í gegnum dreifstýrt fjármálakerfi (e. decentralized finance) í framtíðinni.
Nánari upplýsingar um Shanghai uppfærsluna má finna hér:
· https://cointelegraph.com/explained/ethereum-shanghai-upgrade-explained