Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Bitcoin fer yfir 100.000 dollara í fyrsta skipti


Í nótt fór verð Bitcoin í fyrsta skipti yfir 100.000 dollara sem er stór áfangi fyrir rafmyntamarkaði. Þessi verðþróun er í takt við fyrri sögulega þróun, en eftir hverja helmingun Bitcoin hefur markaðurinn tekið út dágóðar hækkanir. Bitcoin-helmingun gerist á fjögurra ára fresti og felur í sér að fjöldi nýrra Bitcoin sem bætist við netið helmingast. Síðasta helmingun átti sér stað í apríl síðastliðnum.

Á myndi hér að neðan sést hvernig verðþróun hefur verið í kjölfar síðustu þriggja helminganna.

Margir jákvæðir atburðir hafa átt sér stað undanfarið og má þar helst nefna að Donald Trump hefur verið að tilnefna embættismenn í helstu ráðuneyti og stofnanir sem eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög hliðhollir Bitcoin og rafmyntamörkuðum. Má þar helst nefna nýjan forstjóra SEC, Paul Atkins, sem hefur verið talsmaður þess að skapa þurfi skýrt regluverk utan um rafmyntageirann svo hann fái að vaxa innan Bandaríkjanna. Fram að þessu hafa Bandaríkinn verið sein til að fylgja þróun annara landa um mótun regluverks utan um rafmyntir og hafa verið frekar óhliðholl mörgum fyrirtækjum. Við fjölluðum nánar um áhrif kosninganna í Bandaríkjunum í frétt okkar í nóvember sem má sjá hér.

Þar sem verð á Bitcoin hefur aldrei náð 100.000 dollurum má eiga von á því að það muni vekja mikla athygli eins og sjá má í helstu viðskiptamiðlum heims í dag. Rafmyntamarkaðir horfa því bjartsýnir inn í nýtt ár 2025 sem gæti orðið mjög viðburðaríkt.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi