Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Tíu ára afmæli Bitcoin


Í dag eru 10 ár liðin frá því að rafmyntin Bitcoin leit dagsins ljós, en það var huldumaðurinn Satoshi Nakomoto sem fann hana upp þann 31. október 2008. Ástæða fyrir uppfinningunni er sú að að Satoshi taldi hornsteina greiðslukerfisins vanhugsaða eins og kom í ljós í hruninu sama ár.

Á þessum tíu árum hefur margt vatn runnið til sjávar og Bitcoin er farið að vera áberandi í umræðu um fjármálatækni (e. FinTech), helstu háskólar heimsins eru farnir að kenna kúrsa í bálkakeðjutækninni (e. bloockchain) og stærstu fyrirtæki heimsins eru farin að styðjast við bálkakeðjur í mikilvægum innviðum. Ég ræddi þessi mál í bítinu á Bylgjunni í morgun, en hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan.

<iframe width="100%" height="166" scrolling="no" frameborder="no" src="https://w.soundcloud.com/player/?url=https%3A//api.soundcloud.com/tracks/522612297&amp;color=ff5500"></iframe>

Litlu mátti muna að illa færi í hruninu

Það mátti litlu muna að greiðslukerfið á Íslandi hefði stöðvast fyrstu daga hrunsins árið 2008 og að allur peningaseðlaforði Seðlabanka Íslands hefði þurkast upp. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Seðlabanka Íslands um útgáfu Rafkrónu ásamt ýmsum minnisblöðum sem Seðlabankinn sendi til Alþingis.

Þar sem öll debetkort hér á landi eru gefin út á grundvelli leyfis frá MasterCard og Visa vaknar sú spurning hvort þessi erlendu félög geti stöðvað notkun þeirra hér á landi. Við fall íslenska bankakerfisins haustið 2008 hótuðu félögin að ógilda öll greiðslukort útgefin á Íslandi vegna ótta við að íslenskir aðilar gætu ekki staðið við uppgjörsskuldbindingar sínar. Það mál leystist farsællega með aðkomu Seðlabankans.

Þegar Seðlabankinn talar um sína aðkomu, þá er verið að vitna í það að Seðlabanki Íslands tryggði öll kortaviðskipti Íslendinga á hrundögum, en það hafði aldrei gerst í sögu heimsins að neysluskuldir einstaklinga (kortaviðskipti) væru tryggðar af seðlabanka.

Það tókst með samkomulagi aðila um að greiðsluflæði milli korthafa, útgefenda og færsluhirða væri tryggt fyrir milligöngu Seðlabankans. Seðlabankinn þurfti við þessar aðstæður m.a. að tryggja aðgengi færsluhirða að erlendum gjaldeyri sem þá þegar var takmarkað. Þetta var nauðsynlegt til að færsluhirðar væru í stakk búnir til að geta gert upp við erlenda kaupmenn kaup á vörum og þjónustu sem greiddar höfðu verið með greiðslukortum útgefnum af íslenskum bönkum.

Ekki var staðan betri á peningaseðlum í peningavaraforða Seðlabankans sem var geymdur í peningageymslum bankans.

Hlutdeild rafrænnar greiðslumiðlunar (netbankar og greiðslukort) er mjög hátt á íslandi. Um margra ára skeið hafa seðlar og mynt í umferð verið aðeins um 1% af GDP sem með því lægsta sem þekkist Seðlar og mynt í umferð fyrir hrun voru aðeins alls aðeins um 15 ma.kr. Til viðbótar seðlum og mynt í umferð átti Seðlabankinn á þessum tíma um 31 ma.kr. í peningageymslum sínum. Innlend greiðslumiðlun stóðst flármálaáfallið og þrátt fyrir að tekist hafi að halda öllum innlendum innviðum greiðslumiðlunarinnar opnum og fullkomnlega starfhæfum jókst útstreymi seðla og myntar engu að síður um 22 ma.kr. á fyrstu dögum hrunsins. Eftirspurnin eftir stærstu mynteiningunum varð slík að Seðlabankinn var u.þ.b. að verða uppiskroppa með 5 þús. kr. seðla fyrstu daga hrunsins. Þetta gerðist þrátt fyrir að öll rafræn innlend greiðslumiðlun væri opin og starfsemin með eðilegum hætti. Leiða má hugann að því hver hefðu orðið áhrif þess, ef innlendir greiðslumiðlunarinnviðir hefðu ekki verið starfhæfir þannig að umfangsmikið áhlaup hefði orðið á banka og sparisjóði. Slíkt hefði fljótlega hefði endað með yfirlýsingu um seðlaskort. Menn geta gert sér í hugalund hver samfélagsleg áhrif þess hefðu orðið.
Var peningaseðlaforði bankans uppurinn og neyddist bankinn til að gefa út seðla sem höfðu verið teknir úr umferð vegna formgalla eða ástands.

Það fer hrollur um mann að lesa þessi minnisblöð þegar maður áttar sig á því hversu naumlega þjóðarskútunni var hetjulega bjargað. Ef verr hefði farið hefði verið æskilegt að almenningur hefði haft aðgang að fleiri leiðum til að geyma verðmætin sín og til þess að verja sig.

Bitcoin verður til úr ösku bankanna

Það var huldukona, huldumaður eða hópur huldueinstaklinga að nafni Satoshi Nakamoto sem skrifaði ritgerð sem Bitcoin var fyrst lýst, en hún var birt út á þessum degi árið 2008. Rafmyntin Bitcoin er ekki gefið út af seðlabanka né þjóð og er enginn einn aðili sem getur ákveðið að „prenta fleiri Bitcoin“. Jafnframt er hægt að senda Bitcoin milliliðalaust á mun ódýrari hátt en núverandi greiðslumiðlunarkerfi ráða við. Saga rafmyntarinnar er ekki bara dans á rósum en það er mjög áhugaverð saga í alla staði sem er gaman að kynna sér.

Í tilefni dagsins mun Rafmyntaráð Íslands mun halda veislu á skrifstofum sínum að Engjateig 3, kl 20:00 til að fagna tíu ára afmæli Bitcoin.


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonFjárfestingar - Meðstofnandi