Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Bitcoin flýgur yfir 118.000 dollara markið – nýtt hágildi


Bitcoin hefur náð nýju sögulegu hágildi og fór í dag yfir 118.000 Bandaríkjadali í fyrsta skipti. Þetta markar enn ein tímamótin fyrir Bitcoin sem nú er orðin 5. stærsta eign í heimi með markaðsvirði tæplega 2.400 milljarða dollara.

Aukin eftirspurn frá stofnanafjárfestum í gegnum kauphallarsjóði og vaxandi viðurkenning á Bitcoin sem traust sparnaðarform hafa stuðlað að þessari miklu hækkun.

Stærstu eignir heims, raðað eftir markaðsvirði þeirra. Heimild: Companies Market Cap

Bitcoin kauphallarsjóður BlackRock (Ticker: IBIT) setti nýlega met, en enginn kauphallarsjóður hefur verið jafn fljótur að ná 70 milljarða dollara stærð. Myndin hér að neðan sýnir glögglega hvernig þessi aukning hefur gerst á umtalsvert meiri hraða en hjá öðrum stærstu kauphallarsjóðum heims. Bitcoin kauphallarsjóðurinn náði þessari stærð 5 sinnum hraðar en sá sjóður sem næst kom á eftir sem var kauphallarsjóðurinn GLD sem fjárfestir í gulli. Sá sjóður markaði tímamót í fjárfestingum í gulli en þó tók 1691 daga að ná þessari stærð, samanborið við 341 daga fyrir IBIT.

Samanburður á kauphallarsjóðum sem hafa verið fljótastir að ná 70 milljarða dollara stærð.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi