Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Goldman Sachs hyggst fjárfesta í rafmyntafyrirtækjum


Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hyggst fjárfesta í fyrirtækjum í rafmyntageiranum fyrir tugi milljóna dollara á næstunni. Bankinn sér tækifæri á markaðnum eftir fall FTX rafmyntakauphallarinnar sem hefur haft þau áhrif að verðmat fyrirtækja í geiranum hefur lækkað.

Þetta er haft eftir Mathew McDermott yfirmanni stafrænna eigna hjá Goldman Sachs í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann sagði jafnframt að bankinn væri nú að sjá afar áhugaverð fjárfestingatækifæri í geiranum og á skynsamlegri verðum en áður.

Þrátt fyrir að fjárhæðirnar sem bankinn hyggst fjárfesta fyrir á þessu stigi séu ekki sérlega stórar fyrir bankann er afar jákvætt að bankinn sjái tækifæri í geiranum sem hefur átt undir högg að sækja frá falli FTX.

Þetta er ekki fyrsta skref Goldman Sachs inn í rafmyntageirann. Hér að neðan má sjá nokkur önnur dæmi.

Apríl 2022 - Goldman Sachs opnar á viðskipti með Bitcoin og Ether fyrir fagfjárfesta

Apríl 2022 - Goldman Sachs veitir lán gegn veði í Bitcoin

Júní 2022 - Goldman Sachs framkvæmir fyrstu viðskiptin með Ether tengdar afleiður

Nóvember 2022 – Goldman Sachs setur á fót gagnaþjónustu um rafmyntir ásamt MSCI og Coin Metrics.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi