Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Citigroup, ein stærsta fjármálastofnun heims, er að kanna möguleikann á að bjóða upp á vörsluþjónustu fyrir rafmyntir. Þetta skref er í takt við aðgerðir annarra stórra banka, svo sem BNY Mellon, State Street og Commerzbank sem hafa þegar tilkynnt um að þeir ætli að veita þjónustu á sviði vörslu stafrænna eigna. Viðhorfsbreytingar bandarískra yfirvalda hafa þarna mikið að segja en yfirvöld þar í landi hafa undanfarið stóraukið stuðning sinn við þennan nýja eignaflokk. Sjá nánari upplýsingar hér.
Citigroup tilkynnti einnig í fyrra áætlanir um að nýta Solana bálkakeðjuna til að setja sjóði og fjármálaafurðir á bálkakeðjuinnviði og nýta tæknina við millifærslur á milli landa. Citi hefur byggt upp tæknilaust (Integrated Digital Assets Platform - CIDAP) sem bankinn nýtir í umsýslu á rafmyntum og öllum eignum sem hafa verið færðar á bálkakeðjuinnviði. Á heimasíðu bankans má sjá myndband sem útskýrir þetta nánar.
Fjöldi þátttakenda heldur því áfram að aukast í rafmyntageiranum og bætist við alla þá aðila sem nú þegar bjóða upp á þjónustu á því sviði, eins og viska hefur fjallað um áður hér.