Fjárfestingar
í nýrri heimsmynd
Viska sjóðir byggja á þeirri sannfæringu að mestu tækifærin felist í samspili tækni, harðra eigna og innviða framtíðarinnar.
Viska sjóðir byggja á þeirri sannfæringu að mestu tækifærin felist í samspili tækni, harðra eigna og innviða framtíðarinnar.
Daði Kristjánsson framkvæmdastjóri Visku var í viðtali í hlaðvarpsþætti Coinbase Institutional á dögunum. Í þættinum fer Daði yfir hvað varð til þess að hann fór úr hefðbundna fjármálageiranum yfir í rafmyntageirann og stofnaði Visku ásamt öðrum reynslumiklum aðilum úr bæði tækni- og fjármálageiranum.
Daði fer einnig yfir hvernig Viska nálgast fjárfestingar sínar og ræðir hvaða áherslur teymið er með um þessar mundir. Hann útskýrir til dæmis af hverju hann telur Bitcoin og Solana vera áhugaverðari kosti en Ethereum á þessum tímapunkti.
Hægt er að nálgast viðtalið í heild hér að neðan:
Hlekkur á vefsíðu Coinbase Institutional: https://www.coinbase.com/institutional/research-insights/media/market-calls/coinbase-institutional-weekly-market-call-may-7-2024
Spotify hlekkur: https://open.spotify.com/episode/0L1XBEXXDxo6B8qArq4inM?si=775d4c9d3eca439a
YouTube hlekkur: https://www.youtube.com/watch?v=-VcXLURXncU