Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Vægi stöðugleikamynta er að aukast í heiminum. Stöðugleikamyntir eru rafmyntir sem bundnar eru við gengi hefðbundinna gjaldmiðla og er bandaríkjadollar þar algengastur. Íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium hefur þó verið framarlega í flokki við að koma evru á bálkakeðjur og starfrækir sína eigin stöðuleikamynt, EURe.
Stöðugleikamyntir byggja á bálkakeðjutækni (e. blockchain) þar sem Ethereum og Solana hafa verið mest áberandi innviðirnir. Ethereum hefur lengi verið burðarás í dreifstýrðum fjármálalausnum (e. decentralized finance – DeFi), en Solana hefur náð töluverðum árangri undanfarið vegna aukins skalanleika, skilvirkni og lægri kostnaðar.
Í dag er USDT, útgefin af fyritækinu Tether, stærsta stöðugleikamyntin en sú næst stærsta er USDC gefin út af bandaríska fyrirtækinu Circle sem búist er við að verði skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Nýlega setti PayPal einnig á markað sína eigin stöðugleikamynt, PYUSD, sem er hugsuð sem gjaldmiðill fyrir notendur PayPal greiðsluþjónustunnar en tæplega hálfur milljarður manna notar þjónustu Paypal við greiðslur á netinu. Hér sést yfirlit yfir stærstu stöðugleikamyntirnar:
Hér eru nokkur dæmi um fjölbreytt hlutverk stöðugleikamynta:
1. Erlendar millifærslur: Með stöðugleikamyntum er hægt að ganga frá greiðslu hvert sem er í heiminum á fáeinum mínútum. Kostnaðurinn er einungis brot af hefðbundnum kostnaði við erlendar greiðslur.
2. Allir verðbréfamarkaðir munu að öllum líkindum færast yfir á bálkakeðjur með tímanum og þá nýtast stöðugleikamyntir við viðskipti og uppgjör með þær sem eykur skilvirkni umtalsvert. Larry Fink forstjóri BlackRock hefur ítrekað látið hafa þetta eftir sér eins og til dæmis í þessu viðtali.
3. Það er nú þegar kominn grunnur að fjármálainnviðum á bálkakeðjum (DeFi) þar sem hægt er stunda ýmsa fjármálaþjónustu á bálkakeðjuinnviðum eins og lántökur, lánveitingar og fjölbreyttar leiðir til ávöxtunar á bálkakeðjuinnviðum.
4. Viðskipti verða gerð upp með stöðugleikamyntum. Fyrirtæki þurfa ekki lengur að greiða há gjöld til greiðslukortafyrirtækja og bíða vikum saman eftir uppgjöri fyrir viðskipti. Þetta eykur skilvirkni og dregur úr viðskiptakostnaði til muna auk þess sem öll lausafjárstýring verður markvissari.
5. Snjallsamningar. Á bálkakeðjuinnviðum er hægt að gera peninga forritanlega. Dæmi um það er að greiðsla getur verið greidd með ákveðnum hætti og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Stöðugleikamyntir bjóða upp á mikil tækifæri á ýmsum sviðum og hafa augljósan ávinning fyrir allt efnahagslífið og fjármálakerfi heimsins. Hér er verið að stíga stór skref til að samþætta fjármálakerfi heimsins án beinnar aðkomu banka eða stofnana. Það er komin tími til þess að fjármálainnviðir færist inn í framtíðina þar sem greiðslur og viðskipti innan sem utan landa geti átt sér stað með ódýrum og skilvirkum hætti.