Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Undanfarið hefur mikil gróska átt sér stað á sviði gervigreindar á bálkakeðjum (e. blockchain). Hugmyndafræðin byggir á því að nú þegar gervigreindin verður sífellt stærri hluti af samfélaginu, dugar ekki að einungis stærstu tæknifyrirtæki heims búi yfir slíkum hugbúnaði. Með tímanum mun gervigreind færast inn í líf okkar í gegnum eigin tölvur, síma, bíla, tæki og mögulega róbóta. Öll þessi tæki munu þá geta nýtt gervigreind til að framkvæma þá þjónustu sem ætlast er til og þurfa þess vegna að geta hugsað og framkvæmt með sjálfstæðum hætti. Þessi hluti gervigreindarinnar kallast „AI agents“ og hafa ýmis verkefni á því sviði verið að ryðja sér til rúms í rafmyntaheiminum undanfarið.
Ástæðan fyrir því að gervigreind og bálkakeðjutækni eiga einstaklega vel saman er sú að bálkakeðjan getur aukið sjálfvirkni í meðferð peninga og upplýsinga. Gervigreindin sinnir því hlutverki að taka við fyrirmælum eða vinna úr upplýsingum og nýtir svo bálkakeðjutæknina til að framkvæma beiðnir út frá skilgreindum forsendum.
Dæmi um slíkt gæti verið að gervigreindin ráðleggi vikumatseðil fyrir fjölskyldu. Með tilkomu bálkakeðjutækninnar gæti gervigreindin, með hjálp AI agents, framkvæmt innkaupin, greitt fyrir og fengið þau send heim. Fyrirtæki gæti nýtt gervigreind til að útbúa markaðsherferð, en með tilkomu bálkakeðjutækninnar gæti gervigreindin keypt auglýsingapláss og greitt fyrir birtingu á markaðsefni. Þetta gæti allt verið framkvæmt án milligöngu starfsmanna, en innan fyrirfram skilgreindra viðmiða. Eins mun almenningur og fyrirtæki hafa sinn eigin gervigreindarráðgjafa í síma eða tölvu sem þekkir notandann og getur gefið ráðleggingar byggðar á þeim upplýsingum sem veittar eru hverju sinni. Þetta væri eins og að hafa sinn eigin aðstoðarmann.
Það má því segja að þróun gervigreindarinnar sé komin inn í rafmyntaheiminn, enda hentar bálkakeðjutæknin einstaklega vel til að framkvæma greiðslur yfir stafræna innviði með öruggum og einföldum hætti, án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nálægt.