Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Sigur Donald Trump og Repúblikana í nótt eru frábærar fréttir fyrir rafmyntageirann. Donald Trump og fjölmargir aðrir í Repúblikanaflokknum hafa talað mjög opinskátt fyrir því að Bandaríkin verði leiðandi afl í rafmyntageiranum. Stórsigur þeirra í kosningunum í nótt er því einnig stórsigur fyrir geirann.
Framganga bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) undir forystu Gary Gensler gagnvart rafmyntageiranum hefur verið með ólíkindum þar sem eftirlitið hefur lögsótt hvert fyrirtækið á fætur öðru. Fjölmörg fyrirtæki hafa flutt úr landi og mikil stöðnun einkennt geirann síðustu ár í landinu. Viska hefur fjallað nokkuð um þetta í fréttabréfum sínum fyrir sjóðfélaga síðustu 2 ár. Með sigri Repúblikana er ljóst að nú verður breyting í forystu SEC og Gary Gensler hrökklast í burtu þar sem hann hefur tapað hverju málinu á fætur öðru gegn rafmyntafyrirtækjum fyrir dómstólum.
Með sigri Trump blasir nú við allt önnur mynd og því til stuðnings má minna á ræðu Trump sem hann hélt í júlí þar sem hann sagði beint út að hann myndi taka algjöra u-beygju í málefnum rafmyntageirans. Þar sagði hann að á fyrstu 100 dögum sínum í embætti myndi hann:
● Binda enda á herferð yfirvalda gegn rafmyntageiranum sem hefur átt sér stað síðustu ár
● Skipta um framkvæmdastjóra SEC
● Stofna sérstakt ráðgjafaráð með sérfræðingum úr rafmyntageiranum sem myndi hefja vinnu við nýtt regluverk um rafmyntir sem myndi styðja við framþróun
● Setja Bitcoin eign USA í gjaldeyrisvaraforða landsins (e. strategic reserve). Um er að ræða yfir 200.000 BTC sem eru yfir $15 milljarða virði
Rafmyntamarkaðir tóku fréttunum í nótt vel og Bitcoin sló í nýtt hágildi, rúmlega $75.400, en verðið hefur aðeins skriðið aftur til baka í kringum $74.000. Flestar minni rafmyntir hafa hækkað enn meira en Bitcoin í dag. Þessi niðurstaða gæti ýtt undir að markaðir verði sterkir næstu vikur enda er Trump bæði „pro business“ almennt og líka jákvæður á rafmyntageirann.