Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Frá því Bitcoin var varð til árið 2009 hefur rafmyntin reglulega mætt efasemdum frá sumum áhrifamiklum röddum á sviði fjármála og hagfræði. Strax í upphafi var Bitcoin útskurðað sem spákaupmennskubóla sem ætti sér enga framtíðarvon. Hver leiðréttingin á markaði gaf gagnrýnendum tilefni til að lýsa því yfir að Bitcoin væri búið nú að syngja sinn svanasöng og ætti ekki afturkvæmt. Raunin hefur hins vegar verið önnur.
Fullyrðingin „Bitcoin is dead“ hefur orðið svo algeng að heilli vefsíðu, Bitcoin deaths, hefur verið komið á fót til að fylgjast með fjölda þeirra. Hundruðir slíkra spádóma hafa verið sett fram, oft á tíma þegar svartsýni ríkir á markaðnum. Samt sem áður hefur Bitcoin ekki bara lifað af, heldur vaxið í notkun og viðurkenningu um allan heim.
Samkvæmt bitcoindeaths.com hafa gagnrýnendur fullyrt að Bitcoin sé „dautt“ í 430 skipti.
Það sem er sérlega athyglisvert er að þótt margir gagnrýnendur hafi haldið sinni neikvæðu sýn, hefur viðhorf margra annarra orðið jákvæðara eftir því sem geirinn hefur þróast.
Bitcoin kauphallarsjóðirnir hafa slegið mörg met frá stofnun þeirra árið 2024. Kauphallarsjóður BlackRock, IBIT, náði nýlega yfir 70 milljarða dollara virði á innan við 341 degi frá stofnun.
Mynd frá X-færslu eftir Jack W.
Stofnanir sem áður lýstu yfir efasemdum um Bitcoin og rafmyntir eru nú að byggja þjónustu í kringum þenann nýja heim. Fjölmörg þjóðríki eiga Bitcoin í dag og á þessu ári hafa þrjú fylki í Bandaríkjunum sett á laggirnar sérstaka sjóði sem fjárfesta í Bitcoin.
Á endanum sýnir sagan af Bitcoin bæði hvernig tækninýjungar þróast og einnig hvernig rangfærslur geta brenglað umræðuna. Líkt og áður í sögunni reynast tími, fræðsla og reynsla vera bestu tólin gagnvart ótta og efa og í dag sjáum við að þessi vegferð er að bera árangur.
Fylgstu með okkur á LinkedIn þar sem Viska birtir reglulega fréttir af rafmyntageiranum.