Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

81% fagfjárfesta telja rafmyntir eiga heima í eignasöfnum samkvæmt Fidelity


Í október birtist glæný rannsókn Fidelity, eins stærsta eignastýringar- og vörsluaðila í heimi, um aðkomu stofnanafjárfesta á rafmyntum í eignasöfnum. Rannsóknin er framkvæmt árlega og  var framkvæmd á fyrri árshelmingi 2022. Tekið var viðtal við 1052 fag- og stofnanafjárfesta (einstaklinga sem flokkast sem fagfjárfestar, fjármálaráðgjafa, fjölskyldu eignastýringar, vogunar- og framtakssjóði, lífeyrissjóði og aðra stofnanafjárfesta). Um er að ræða fjárfestar í Bandaríkjunum, Evrópu eða Asíu.

Í rannsókninni bar hæst að 81% svarenda töldu rafmyntir eiga að vera hluti af eignasöfnum (hlutfallið var 86% hjá evrópskum svarendum). Þegar spurt var um hvers vegna fagfjárfestar horfðu til rafmynta, þá voru helst nefnd atriði eins og miklir vaxtarmöguleikar, byltingakennd tækni, tækifæri í dreifstýrðum lausnum og tækni sem er utan áhrifasviðs yfirvalda. Mesta stökk í þessum svörum á milli ára var aukin áhugi á þátttöku í dreifstýrðri fjármálaþjónustu (e. decentralized finance). Þá kom fram að 74% svarenda áætla að fjárfesta í rafmyntum í framtíðinni. Mesta stökkið var í hópi bandarískra einkafagfjárfesta þar sem þetta hlutfall fór úr 31% upp í 74% á milli ára.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi