Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Innflæði í Bitcoin kauphallarsjóði á árinu hefur farið fram úr björtustu vonum en sjóðirnir fóru af stað í janúar síðastliðinn. Nú er svo komið að heildareignir sjóðanna eru komnar yfir 100 milljarða dollara.
Bitcoin sjóður BlackRock, iShares Bitcoin Trust (IBIT), hefur verið fyrirferðamestur af þeim 11 sjóðum sem settir voru á laggirnar en hann hefur fengið yfir 30 milljarða dollara í innflæði frá stofnun. Enginn kauphallarsjóður í sögunni hefur vaxið jafn hratt og IBIT sjóður BlackRock. Bitcoin sjóður Fidelity hefur einnig dregið inn mikið fjármagn eða ríflega 11 milljarða dollara frá stofnun.
Það er einnig athyglisvert að stærð Bitcoin kauphallarsjóða er óðum að nálgast stærð gull kauphallarsjóða sem hafa verið starfræktir í um 20 ár. Þetta er ótrúlegur árangur í ljósi þess að einungis eru rúmlega 10 mánuðir síðan Bitcoin kauphallarsjóðirnir fóru í loftið.