Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Samsung Asset Management stofnar Bitcoin Futures sjóð


Þann 13. janúar síðastliðinn var Bitcoin sjóður settur á laggirnar í Hong Kong á vegum Samsung Asset Management. Um er að ræða svokallaðan Bitcoin Futures ETF en slíkir Futures samningar eru gefnir út af bandaríska fyrirtækinu CME Group. Samsung Asset Management er eitt stærsta eignarstýringarfyrirtækið í Asíu og heyrir undir Samsung Life Insurance og er hluti af hinni risastóru Samsung samsteypu frá Suður-Kóreu.

Það er athyglisvert að sjóðurinn er staðsettur í Hong Kong en yfirvöld þar settu fram áætlun í fyrra um að laða til sín fyrirtæki í rafmyntageiranum, m.a. með því að heimila fjárfestingar í rafmyntum og sjóðum með framtíðarsamninga (e. Futures) á rafmyntir sem útgefnir eru af CME Group. Samsung Asset Management hyggst einnig koma á fót spot Bitcoin sjóði (þ.e. sjóði þar sem raunveruleg Bitcoin eru undirliggjandi eignir sjóðsins en ekki framtíðarsamningar á Bitcoin) ef regluverk í Hong Kong heimilar það.

Sífellt fleiri sjóðir með rafmyntir eru að spretta upp um allan heim og telja má líklegt að þeim muni fjölga verulega á næstu misserum.

Upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu Samsung Asset Management: https://www.samsungetfhk.com/product/3135/

Frétt Bloomberg um málið: https://www.bloomberg.com/news/articles/2023-01-13/samsung-fund-unit-mulls-more-hong-kong-crypto-products-after-etf


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi