Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Japanska fjármálastofnunin Nomura stofnaði nýtt félag utan um starfsemi með rafmyntir í september. Nomura er geysilega stór og gamalgróin fjármálastofnun sem á rætur að rekja til ársins 1925. Ein athyglisverðasta yfirtaka Nomura var í október árið 2008 þegar bankinn keypti stóran hluta af starfsemi hins fallna banka Lehman Brothers í Asíu.
Myndin sýnir Nomura í tölum. Fjárhæðir eru í jenum.
Þetta nýja félag kallast Laser Digital og hyggst aðallega einblína á stofnanafjárfesta. Forstjóri félagsins, Jez Mohideen, lét hafa eftir sér nú í desember að nýjustu vendingar í rafmyntaheiminum (fall FTX) muni verða til þess að stofnanafjárfestar leitist við að eiga viðskipti með rafmyntir í gegnum félög sem hafa bakhjarla úr hefðbundna fjármálaheiminum.
Laser Digital hyggst sækja sér leyfi fyrir eigin viðskiptum og eignastýringu rafmynta í Sviss þar sem fyrirtækið er staðsett, ásamt því að sækja um leyfi í Dubai vegna þess hversu skýrt og stöðugt regluverkið um þennan eignaflokk er þar. Á síðari stigum hyggst félagið einnig bjóða fram þjónustu sína í Bandaríkjunum og Japan.
Hægt er að lesa nánar um málið í frétt Bloomberg. Einnig er hægt að kynna sér Laser Digital nánar á heimasíðu félagsins.