Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Gengi Bitcoin hefur hækkað um meira en 15% frá byrjun september þrátt fyrir að aðrir eignamarkaðir hafa flestir lækkað á sama tímabili. Átök í Mið-Austurlöndum hafa aukið á áhyggjur fjárfesta en samt sem áður hafa bandarísk ríkisskuldabréf verið í frjálsu falli. Fjárfestar hafa því ekki sótt í ríkisskuldabréf í sama mæli og áður á óvissutímum sem er umhugsunarverð þróun.
Það kann að hljóma framandi fyrir suma að verð á Bitcoin sé að hækka á tímum mikils óstöðugleika í heiminum þar sem aukin spenna í alþjóðasamskiptum og sveiflur í efnahagslífi heimsins eru daglegar fréttir. Það er hins vegar svo að þrátt fyrir verðsveiflur hefur Bitcoin eiginleika sem eru eftirsóknarverðir á tímum sem þessum. Fjöldi Bitcoin er takmarkaður ólíkt hefðbundnum þjóðargjaldmiðlum og mörgum eignaflokkum. Bitcoin er heldur ekki stýrt af neinu þjóðríki eða stofnun og er í raun öruggasta tölvukerfi sem fundið hefur verið upp sem hver sem er getur tekið þátt í. Því er oft talað um Bitcoin sem harða eign (e. hard money) því ekki er hægt að þynna virði þess út með útgáfu nýrra eininga umfram skilgreinda útgáfuáætlun kerfisins. Öðru máli gildir um hefðbundna þjóðargjaldmiðla þar sem vöxtur peningamagns í umferð hefur aukist gríðarlega síðustu 15 árin og vel umfram hagvöxt í flestum löndum. Ef við lítum á síðasta verðbólgutímabil í Bandaríkjunum þá var það á 8. áratugnum þegar verðbólga var um 7,4% að meðaltali á tímabilinu, þá hækkuðu harðar eignir mest í virði eins og gull, hrávörur og fasteignir á meðan skuldabréf biðu afhroð að raunvirði.
Rafmyntir sem eignaflokkur eiga sér vissulega ekki langa sögu en þessi eignaflokkur hefur verið að fá aukið vægi og þá sérstaklega hjá stofnanafjárfestum víða um heim. Við skulum líta á tvö nýleg dæmi:
Larry Fink, forstjóri BlackRock, lýsti í vikunni nýlegum verðhækkunum á Bitcoin sem ,,flight to quality,, hjá fjárfestum og flokkar þar Bitcoin í flokki með gulli sem fjárfestar leita almennt til á tímum óstöðugleika og ólgu í efnahagslífi heimsins. Blackrock er stærsti eignastýringaraðili í heimi og hefur ásamt 11 öðrum eignastýringaraðilum sótt um stofnun á spot Bitcoin kauphallarsjóði (ETF) sem er líklegur til þess að vera mikil lyftistöng fyrir eignaflokkinn. Sjá hér.
Paul Tudor Jones var einnig í viðtali á CBNC nýlega þar sem hann sagðist horfa til Bitcoin og gulls sem traustra fjárfestingakosta í núverandi fjárfestingarumhverfi. Paul Tudor Jones er einn virtasti fjárfestir í heimi og hefur starfað í fjármálaheiminum í hátt í hálfa öld. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa spáð fyrir um hlutabréfahrunið 1987 (Black Monday). Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu við hann hér.
Það er því greinilegt að Bitcoin og rafmyntir eru að sjást oftar í eignasöfunum fjárfesta út um allan heim enda hafa rafmyntir verið að sanna sig sem raunverulegur eignaflokkur. Í bankakrísunni í Bandaríkjunum í mars hækkaði Bitcoin í kjölfar björgunaraðgerða Bandaríska Seðlabankans. Það verður að teljast ólíklegt að þetta verði síðasta björgunaraðgerðin sem Seðlabankar munu þurfa að beita m.v. það mikla aðhald sem er í peningamálum heimsins um þessar mundir. Af þeim sökum má færa rök fyrir því að Bitcoin og rafmyntir sem eignaflokkur sé eitthvað sem allir fjárfestar þurfa að fara taka alvarlega.