Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

VISA opnar á stuðning fyrir uppgjör á Solana


VISA tilkynnti í síðustu viku um samstarf við bálkakeðjuna Solana og munu viðskiptavinir og þjónustuaðilar VISA geta fengi uppgjör sín greidd í USDC á Solana bálkakeðjunni (USDC er stöðugleika-rafmynt sem fylgir gengi bandaríkjadollars). Áður hafði VISA tilkynnt stuðning við Ethereum bálkakeðjuna.

VISA sinnir um 660 milljón greiðslukortafærslum á dag og fara 4 af 10 kortafærslum í heiminum í gegnum VISA. Hér fjallar VISA um þá möguleika sem þessi tæknibylting getur haft í för með sér og tækifæri bálkakeðjutækninnar við greiðslumiðlun:

https://usa.visa.com/solutions/crypto.html#3

Þá tilkynnti Solana nýlega um samstarf við Shopify þar sem verslanir sem nýta sér Shopify geta tekið við greiðslum í gegnum Solana Pay. Söluaðilar fá þannig greiðslur beint frá viðskiptavinum án aðkomu banka eða kortafyrirtækja. Shopify er stærsti þjónustuaðili í heiminum fyrir netverslanir og sinnir um 2 milljónum fyrirtækja um allan heim.

https://solana.com/news/solana-pay-shopify

https://solanapay.com/

 


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi