Fjárfestingar - Meðstofnandi
Kristján starfaði sem framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands en rafmyntaráð var sett á fót árið 2015 og hefur það að markmiði að gera Ísland leiðandi í nýsköpun og innleiðingu á bálkakeðjutækni og rafmyntum.
Kristján hefur smíðað hugbúnað frá 11 ára aldri, hlotið verðlaunin forritari ársins á Nordic Startup Awards og tekið virkan þátt í frumkvöðlastarfi hérlendis en hann bjó um tíma í Kísildalnum með nýksöpunarfyrirtækið sitt sem var starfrækt frá 2013 til 2018.
Í gegnum árin hefur hann hrint af stað fjölda samfélagsverkefna og haldið forritunarráðstefnur á íslandi árin 2016-2018. Kristján leiðir nú stærsta forritunarsamfélag á Íslandi og er meðstofnandi tæknistyrktarsjóðsins Community Fund.
Kristján sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2013 og er eftirsóttur fyrirlesari, sérstaklega um rafmyntir og bálkakeðjutækni.