Um mig

Jón Úlfsson Grönvold

Jón Úlfsson Grönvold
Mynd eftir Viska Digital Assets

Fjárfestingar - Meðstofnandi

Jón er einn af eigendum Visku Digital Assets ehf. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu MGMT Ventures ehf. við fjárfestingagreiningu frá árinu 2020 ásamt því að vera einn stofnenda fyrirtækisins Greenblocks ehf. Þá starfaði hann hjá GAMMA Capital Management árið 2018 samhliða námi á sviði sérhæfðra skuldabréfa sem og fyrirtækjaráðgjafar.

Hann sat sem varamaður í stjórn Rafmyntaráðs Íslands árin 2018-2019.

Jón hefur lokið B.Sc. í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í fjárfestingastýringu frá Cass Business School í Bretlandi auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.