Um mig

Daði Kristjánsson

Daði Kristjánsson
Mynd eftir Viska Digital Assets

Framkvæmdastjóri - Meðstofnandi

Daði er framkvæmdastjóri Visku Digital Assets ehf. og einn af eigendum félagsins. Daði hefur 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur lengst af starfað á sviði markaðsviðskipta, nú síðast hjá Fossum mörkuðum hf. þar sem hann var jafnframt einn af eigendum félagsins.

Áður en Daði gekk til liðs við Fossa markaði hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. frá árinu 2015. Daði starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. frá 2010 til 2015 þar sem hann var forstöðumaður markaðsviðskipta og síðar framkvæmdastjóri félagsins. Þar áður starfaði Daði í gjaldeyris- og afleiðumiðlun Icebank á tímabilinu 2007 til 2009.

Daði er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Nýlegar greinar

Commerzbank fær leyfi sem vörsluaðili rafmynta

Þýski bankinn Commerzbank hefur fengið leyfi frá þýska fjármálaeftirlitinu sem vörsluaðila rafmynta. Commerzbank er fyrsti alhliða bankinn í Þýskalandi til að hljóta þetta leyfi. Haft er eftir talsmanni bankans að leyfið geri bankanum kleift að byggj...

Kristján Ingi ræðir um rafmyntir í Bítinu

Kristján Ingi Mikaelsson, meðstofnandi Visku Digital Assets, var í viðtali á Bylgjunni í vikunni og ræddi um uppgang rafmynta á óvissutímum.

PayPal gefur út stöðugleikamynt

Bandaríska greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal kynnti í gær nýja stöðugleikamynt sem fylgir bandaríkjadollar. Stöðugleikamyntir eru tegundir af rafmyntum sem eru hannaðar til þess að halda stöðugu virði gagnvart einhverri annarri eign, eins og til dæmi...

Larry Fink: Bitcoin er stafrænt gull og alþjóðleg eign

Larry Fink, forstjóri BlackRock, var í viðtali á FOX News sjónvarpsstöðinni þann 5. júlí þar sem aðal umræðuefnið var Bitcoin og rafmyntamarkaðurinn. Þar segir hann berum orðum að rafmyntamarkaðir séu ígildi stafræns gulls og sé valmöguleiki fyrir fj...

Fjármálarisar stofna rafmyntakauphöll

Nýrri rafmyntakauphöll var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum í gær sem kallast EDX Markets. Stofnendur kauphallarinnar eru rótgrónir risar úr hefðbundna fjármálageiranum eins og Citadel Securites, Fidelity and Charles Scwab.

MiCA regluverkið samþykkt – jákvætt skref fyrir rafmyntir

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti núna í maí nýtt alhliða regluverk um rafmyntir sem mun verða að lögum í Evrópu og tekur gildi árið 2024. Um er að ræða stórt skref í þeirri vegferð að koma á heildstæðu regluverki um rafmyntastarfsemi eins og a...