Framkvæmdastjóri - Meðstofnandi
Daði er framkvæmdastjóri Visku Digital Assets ehf. og einn af eigendum félagsins. Daði hefur 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur lengst af starfað á sviði markaðsviðskipta, nú síðast hjá Fossum mörkuðum hf. þar sem hann var jafnframt einn af eigendum félagsins.
Áður en Daði gekk til liðs við Fossa markaði hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. frá árinu 2015. Daði starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. frá 2010 til 2015 þar sem hann var forstöðumaður markaðsviðskipta og síðar framkvæmdastjóri félagsins. Þar áður starfaði Daði í gjaldeyris- og afleiðumiðlun Icebank á tímabilinu 2007 til 2009.
Daði er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.