Rafmyntasjóður
fyrir fagfjárfesta
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.
Áfram berast fregnir af stórum stofnanafjárfestum að láta til sín taka í rafmyntageiranum. Fidelity Investments hefur opnað á aðgang fyrir almenna fjárfesta til að kaupa Bitcoin og Ether þóknanalaust.
Fidelity er rótgróið bandarískt fjármálafyrirtæki sem stofnað var árið 1946. Félagið leggur áherslu á eignastýringu og vörslu eigna og er einn af stærstu aðilum heims á því sviði.
Fidelity hefur verið frumkvöðull meðal bandarískra fjármálastofnana varðandi innleiðingu á rafmyntum í sinni starfsemi. Félagið hefur boðið upp á vörslu og viðskipti með bæði Bitcoin og Ether fyrir fagfjárfesta en hefur nú jafnframt opnað á þennan möguleika fyrir almenning.
Aðgengi fjárfesta að rafmyntum er sífellt að aukast. Fidelity er að leggja sitt af mörkum í því með því að bjóða sínum 40 milljón viðskiptavinum aðgang að þessum vaxandi eignaflokki með ódýrum og einföldum hætti.
Til viðbótar við þetta var Fidelity einnig fyrst fyrirtækja til að bjóða fólki upp á að fjárfesta í Bitcoin fyrir lífeyrissparnað sinn með því að opna á Bitcoin kaup í 401k séreignasparnaðskerfinu.
Sjá frétt The Block um málið hér.
Fidelity hefur gefið út þó nokkuð af áhugaverðum skýrslum um rafmyntir sem finna má hér.